
Umfang
Kostnaður
Tími
Gæði
Verkefnastýring hjá Sensa
Við setjum samskipti í fyrsta sæti
Við trúum því að góð samskipti séu forsenda árangursríkrar verkefnastýringar. Með áherslu á opin samskipti stuðlum við að allir séu samstíga frá hugmynd að framkvæmd og höldum utan um umfang, tíma, kostnað og gæði.
Skipulag, ábyrgð og stöðug framvinda
Með öflugri verkefnastýringu tryggjum við skýra ábyrgð, stöðuga framvindu og að verkefni nái markmiðum sínum án þess að tapa fókus eða yfirsýn.

Hvað gerum við?
Stjórnum verkefnum frá hugmynd til innleiðingar
Tengjum saman viðskiptaþarfir og tækni
Stuðlum að sýnileika og stöðugt upplýsingaflæði
Aðlöguðum okkur að aðferðum og menningu hvers viðskiptavinar
Styðjum stjórnendur og teymi í ákvörðunum og forgangsröðun
Samhæfum aðra þjónustuaðila til að tryggja samfellda framvindu verkefna
Hvernig vinnum við með verkefnastofu Sensa?
Við styðjum við innleiðingu lausna með skýrum verkáætlunum og verklagi sem allir geta unnið eftir.
Með skilvirkri verkefnastýringu samræmum við tæknilegar útfærslur og viðskiptaleg markmið þannig að lausnir þjóni raunverulegum þörfum notenda og skili skýrum ávinningi.
Við stuðlum að allir aðilar hafi stöðuga yfirsýn með mælaborðum, skýrslum og aðgengi að uppfærðum upplýsingum um stöðu, hindranir og næstu skref í verkefni.
Við mætum viðskiptavinum þar sem þeir eru, hvort sem unnið er eftir klassískri aðferðafræði, Agile, Scrum eða blönduðum aðferðum (hybrid).
Við aðstoðum við forgangsröðun, ákvarðanatöku og samskipti innan verkefna – með hlutverk sem styður, leiðbeinir og heldur utan um heildarmyndina.
Ef fleiri þjónustuaðilar koma að verkefnum, t.d. hugbúnaðarteymi, hýsingaraðilar eða öryggisráðgjafar, tökum við virkan þátt í samhæfingu og tryggjum framgang allra þátta.
Viltu vita meira?
