- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind.
Við viljum að auka skilning á fjölbreytileika meðal starfsfólks.
Sensa fylgir umhverfisstefnu móðurfyrirtækis síns Crayon Group. Árlega gefur Crayon út sjálfbærniskýrslu sem nær til allra dótturfélaga. Þar koma fram þau markmið sem sett hafa verið bæði til styttri og lengri tíma litið.
Crayon er að vinna í að þróa UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) tækni til að hjálpa viðskiptavinum við að draga úr gróðurhúsalofttegundum en einnig í öðrum verkefnum sem stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum.
Hér er hægt að lesa sjálfbærniskýrsluna fyrir 2023. Skýrslan er unnin út frá fjórum stoðum; fólk, plánetan, velmegun og stjórnarhættir.
Að stjórna okkar eigin umhverfisáhrifum er mikilvægt til að hjálpa plánetunni okkar. Það gefur okkur líka skilning á þörfum viðskiptavina og annarra samstarfsaðila. Stefnt er á að minnka kolefnissporið um 40% fyrir árið 2030.
Við trúum á mátt tækninnar. Við aðstoðum viðskiptavini okkar í að hagræða sínum upplýsingatæknibúnaði, draga úr kostnaði um leið og þeir tileinka sér það nýjasta í tækninni hverju sinni.
Heiðarleiki er eitt af okkar grunngildum. Ábyrgir stjórnarhættir gefa samkeppnisforskot sem endurspeglast í trausti núverandi sem og væntanlegra viðskiptavina. Öruggt og heilsusamlegt umhverfi fyrir viðskiptavini, starfsfólk og samstarfsaðila er okkur því mjög mikilvægt.
Sensa og önnur félög innan Crayon starfa í takt við alþjóðleg viðmið eins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Sensa starfar í anda þess að minnka sorp og hámarka endurvinnslu. Markmið Sensa er að 90% úrgangs fari til endurvinnslu og aðeins 10% í urðun. Með stöðugri fræðslu bæði til starfsfólks og tengdra aðila á þetta markmið að nást.
Ísland hefur sett sér markmið um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Crayon samsteypan hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40% fyrir 2030.
Science Based Targets Initiative (SBTi) er samstarf nokkurra leiðandi alþjóðlegra aðila á sviði loftslagsmála. Crayon samsteypan hefur skuldbundið sig til að setja skammtímamarkmið um að draga úr losun í samræmi við SBTi fyrir árið 2024.
Sífellt er unnið í að endurskoða losun okkar sem og að fjölga flokkum innan SBTi.