Vottanir
Eftirfarandi stjórnunarkerfi hafa verið innleidd hjá Sensa sem taka á öllum þáttum starfseminnar.
Reglulega er virkni kerfanna sannprófuð með úttektum af óháðum faggiltum aðilum.
ISO/IEC 27001: 2017 Stjórnunarkerfi fyrir upplýsingaöryggi
Staðallinn tilgreinir kröfur um að innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi. Staðallinn felur einnig í sér kröfur um áhættumat og úrbætur vegna upplýsingaöryggis, sem sniðið er að þörfum Sensa.
ISO 9001:2015 Gæðastjórnunarkerfi
Staðallinn tilgreinir kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna.
ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi
Staðallinn tilgreinir kröfum sem gerðar eru til umhverfisstjórnunarkerfis sem skipulagsheild getur notað til að bæta umhverfisframmistöðu sína.
ISO/IEC 27701:2019 Stjórnunarkerfi um persónuvernd
Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða, viðhalda stöðugum umbótum stjórnunarkerfis um persónuvernd.
ISO 37001:2016 Gegn mútum og spillingu
Staðallinn tilgreinir kröfur og veitir leiðsögn við að koma á, innleiða og viðhalda stöðlum gegn mútum og spillingu.