- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum. Til að standa undir slíkum lausnum er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að veita faglega ráðgjöf og þjónustu.
Gildi Sensa eru áreiðanleiki, fagmennska, metnaður og léttleiki.
Eigandi Sensa er norska upplýsingatæknifyrirtækið Crayon Group. Sensa var í eigu starfsmanna fyrstu árin. Þá var Sensa í eigu Símans frá apríl 2007 – apríl 2021.
Stjórnarformaður Sensa er Melissa Mulholland. Aðrir í stjórn eru: Rune Syversen og Jon Birger Syvertsen.
Framkvæmdastjóri Sensa er Valgerður H. Skúladóttir.
Sensa hefur verið á lista CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2010 þegar CreditInfo tók fyrst saman þennan lista.