Um Sensa

Um Sensa

Hvað er Sensa?

Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig. 

Sensa sérhæfir sig í innviðum fyrirtækja þar sem yfir 100 sérfræðingar sjá um: 

  • Rekstur og hýsing
  • Afritun
  • Netkerfislausnir
  • Samvinnulausnir (símkerfi)
  • Öryggislausnir
  • Skýjalausnir
  • Gagnageymslur / Data Center
  • Sérfræðiþjónusta og ráðgjöf

Viðskiptavinir Sensa eru fyrirtæki og stofnanir. Mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins hafa gert samning við Sensa um þjónustu, varabúnað, hugbúnaðaruppfærslur á netbúnaði og aukna ábyrgð með útskiptimöguleikum.

Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum. Til að standa undir slíkum lausnum er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Sensa kemur úr þremur áttum

Sensa ehf. var stofnað 2. febrúar 2002. Fyrirtækið býður upp á sérfræðiþjónustu í samskiptalausnum, en undir það falla m.a.; netstjórnun, IP símkerfi, netvirki (e. infrastructure), öryggismál, hýsingarþjónusta, fjarfunda- og myndsímakerfi og UCS (Unified Computing Systems) þ.e. netþjónar og gagnageymslur. Þjónustan sem boðið er upp á er m.a. ráðgjöf, hönnun, sölutengd ráðgjöf, vörusala, þjónustusamningar og námskeið.

Basis ehf. var stofnað árið 2004. Félagið hefur verið vottað gagnvart ISO27001:2005 síðan 2013 með nær alla starfssemi fyrirtækisins innan umfangs vottunarinnar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa, allt frá því að veita ráðgjöf í afmörkuðum, flóknari verkefnum, yfir í að sjá alfarið um hýsingu og rekstur tölvukerfisins í hágæða hýsingarsal fyrirtækisins. 

Upplýsingatækinsvið Símans (áður Anza) var stofnað árið 1997 og varð frá upphafi eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins. Aðaleigandi ANZA var Síminn hf. sem síðar sameinaði Anza inn í Símann. Lausnirnar spanna allt frá miðlægum lausnum, samskiptalausnum, grunnkerfislausnum, notendalausnum til sérhæfðra lausna.

Starfsfólk Sensa er 136 auk 20 starfsmanna hjá Sensa AS í Danmörku. 

Markmið og gildi

Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að veita faglega ráðgjöf og þjónustu. Gildi Sensa eru áreiðanleiki, fagmennska, metnaður og léttleiki.

Stjórn

Sensa var í eigu starfsmanna fyrstu árin eða þar til Síminn keypti allt hlutafé í apríl 2007.

Stjórnarformaður Sensa er Gunnar Fjalar Helgason. Aðrir í stjórn: Ragnheiður H. Magnúsdóttir,  Þorvaldur Jacobsen, Brynja Baldursdóttir og Guðrún Ólafsdóttir.

Framkvæmdastjóri Sensa er Valgerður H. Skúladóttir.

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: