Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í Sensa deginum með okkur og gerðu hann að stórkostlegum viðburði. Skráningin gekk mjög vel og þurfti að loka fyrir hana vegna mikillar eftirspurnar.
Dagskráin var fjölbreytt og áhugaverð, með fyrirlestrum frá bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum sem fjölluðu um gögn í víðu samhengi. Þátttakendur fengu að njóta góðs af hagnýtri reynslu og þekkingu fyrirlesara á tveimur fyrirlestrarlínum: stjórnendalínu og tæknilínu.
Takk aftur fyrir að taka þátt í deginum með okkur og sjáumst aftur að ári.