Við hjá Sensa höfum áralanga reynslu í Jamf umsjónarkerfinu og vinna okkar færustu Apple sérfræðingar við þjónustu við Jamf en Jamf er leiðandi aðili í Apple tæknilausnum.
Jamf mun heimsækja okkur í Reykjavík þann 12. og 13. maí 2025 næstkomandi og er þetta er einstakt tækifæri fyrir skóla, sveitarfélög og IT starfsmenn að kynnast og læra af sérfræðingum Jamf í notkun Jamf Pro og Jamf School sem eru tvö öflug umsjónarkerfa fyrir Apple tæki.
Viðburðirnir verða með tvennu sniði:
Morgunverðarfundur með Jamf School – 12. maí kl. 8:30–14:00
Á þessum fundi munu Jamf sérfræðingar kynna nýjustu þróun í Apple-umsjón ásamt kynningu frá Apple fræðslusérfræðingi og munu þeir fara yfir hvernig Jamf lausnir bæta öryggi, framleiðni og námsumhverfi. Dýpri kynning á Jamf eftir hádegið sem hentar sérstaklega fyrir stærri skóla og sveitarfélög sem þurfa sérsniðna umsjón og öflugar öryggisstillingar.Kynningarfundur á Jamf Pro – 13. maí kl. 10:00–12:00
Jamf Pro er mikið notað í fyrirtækjum, sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu þar sem þarf að hafa stjórn á miklum fjölda Apple tækja, en samt tryggja sveigjanleika fyrir notendur.
Við hvetjum alla sem starfa með Apple tæki í að nýta þetta einstaka tækifæri til að dýpka þekkingu sína og bæta nýtingu tækjanna í kennslu og stjórnun tækja.
Skráning á fundina hér:
Morgunverðarfundur Jamf school – 12. maí
Kynningarfundur á Jamf Pro – 13. maí