Sensa vill vara við mikilli aukningu á svikapóstum þar sem verið er að blekkja fólk með sönnun um að vera ekki vélmenni „Verify you are Human„. Dæmi um svikapóst af þessu tagi er eins og eftirfarandi myndir sýna.


Einnig er gjarnan beðið um að framkvæma aðgerðir á lyklaborðið. Þetta getur átt sér stað þegar verið er að vafra á netinu, sækja forrit eða myndefni til að horfa á. Sensa hvetur viðskiptavini til að fara varlega þegar kemur að svikapóstum af þessu tagi.