Skip to content
Stafrænar lausnir
.

Við tengjum

Við hjá Sensa tengjum saman það sem skiptir máli og aðstoðum fyrirtæki við að ná betri árangri með því að nýta tækni á skynsaman, hagkvæman og öruggan hátt. Í stað þess að bæta sífellt við nýjum og flóknum kerfum leggjum við áherslu á að hámarka virði þess sem þegar er til staðar.

Greining og skipulag verkefna

Sérfræðingar okkar byrja á að meta umfang verkefna í samstarfi við viðskiptavini okkar. Með þessu er hægt að taka upplýstar ákvarðanir sem draga úr sóun og beina kröftum að þeim verkefnum sem skipta mestu máli. Við greinum ferla til þess að sjá hvar álag og óskilvirkni liggur, samþættum kerfi, hreinsum og löguð gögn og sjálfvirknivæðum þar sem það skiptir máli. Þannig tengjum við allt saman í heild sem einfaldar reksturinn, minnkar sóun og sköpum forsendur að tækni eins og gervigreind virki eins og hún á að gera.

Gervigreind og sjálfvirkni

Við forritum og útfærum tæknilausnir sem eru sérsniðnar að þörfum notenda og markmiðum viðskiptavina okkar. Allt þetta gerum við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, því það er lykilatriði að lausnirnar passi við raunverulegt starfsumhverfi til þess að skila árangri. Við leggjum jafnframt sérstaka áherslu á að nýta þau kerfi og leyfi sem fyrir eru, og draga þannig úr kostnaði og flækjustigi þegar það á við. Þannig byggjum við upp skilvirkari og einfaldari rekstur.

Lausnir sem einfalda samskipti, rekjanleika og verkferla — Jira og Confluence styðja við NIS-2 og DORA stjórnskipulag

Með sjálfvirkni og AI smíðum við snjallar lausnir og styðjum við stjórnskipulag sem bætir rekstur, styrkir öryggi og veitir betri yfirsýn

Við styðjum við stafrænar umbætur með því að: 

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500