- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
SkýjaVIST og Skýjaþjónusta Sensa er hagkvæm og einföld leið til að nýta kosti Office 365 og annarra skýjaþjónusta á einfaldan og þægilegan máta.
Aðgengi að gögnum hvar og hvenær sem er. Nýjasta útgáfan af Office, tölvupóstur og gagnavistun í skýinu ásamt samskiptalausnum og ótal öðrum nýjungum sem auðvelda vinnuna. Allur helsti hugbúnaður Microsoft í mánaðaráskrift.
Hagkvæm og einföld leið til að nýta kosti Office 365 og annarra skýjaþjónusta samhliða öðrum kerfum sem nauðsynleg eru í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Með skýjaVIST Sensa færð þú öruggt auðkenni sem gengur að öllum þínum kerfum. Þú ræður hvar þú hýsir hvað – hjá Microsoft, Amazon Web Services, innanlands hjá okkur, eða jafnvel í þínum eigin vélasal.
Sérfræðingar Sensa aðstoða þig ekki bara við að móta framtíðarstefnu í skýjalausnum, heldur hjálpum við þér að komast þangað. Skýjateymi Sensa býður upp á ráðgjöf, námskeið og fyrsta flokks þjónustu.
Active Directory er miðlæg auðkenningarþjónusta (single sign on) og samræmir öryggisstillingar fyrir allt fyrirtækið. Windows uppfærslur eru uppfærðar miðlægt. AD fylgir skýjaVIST.
Hefðbundið skráarsvæði (drif) fyrir skjöl (t.d. Word, Exel, Power Point) sem nýtir miðlæga auðkennisþjónustu (AD) fyrir aðgangsheimildir að gögnum. Skráarsvæði fylgir skýjaVIST.
Möguleiki er á fjarvinnutengingu, annað hvort með Direct Access eða VPN.
Vírusvörn fyrir útstöðvar fylgir öruggu auðkenni í skýjaVIST.
Afritun af skráarsvæði er innifalin í 42 daga. Langtímaafritun er skilgreind eftir þörfum viðskiptavinar (ekki innifalið í skýjaVIST). Boðið er uppá að afrita gögn milli skýjaþjónustuaðila eða í gagnaver Sensa.
Tölvupóstur hýstur á miðlægum Exchange þjóni hjá Sensa.
Sjáumst myndfundaþjónusta Sensa kemur á fjarfundi milli samstarfsaðila eða viðskiptavina hvar og hvenær sem er, með hvaða tölvu/síma sem er. Frekari upplýsingar er að finna á: www.sjaumst.is
Álagsdreifi fyrir net, örgjörva og minni til að fullnýta miðlæga þjóna og tæki. Skoðast sérstaklega fyrir hvert kerfi fyrir sig.
Vélar sem keyra eingöngu á hugbúnaði. Hægt er að kaupa eftir þörfum sýndarþjóna sem keyra sérkerfi fyrirtækisins.
Samnýttir SQL gagnagrunnar og þjónusta við þá. Í stað þess að keyra eigin SQL þjón er hægt að kaupa sig inn á samnýttan þjón þegar við á, eða þörf er á.
Hýsing á léni og vef fyrir fyrirtæki.
Hægt er að hýsa fjárhagskerfi og önnur kerfi fyrir viðskiptavini á sérþjónum tengdum við skýjaVIST.
skýjaVIST býður uppá tengingar við aðrar skýjaþjónustur svo sem Amazon Web Services (AWS), Azure og Cisco.