Rekstur fyrirtækja í skýinu!
skýjaVIST 365
Skýjaumhverfi þróast hratt og fyrirtæki standa frammi fyrir áskorun að halda Microsoft umhverfi sínu öryggi og aðgengilegu.
Með skýjaVIST 365 hjá Sensa getur þú verið viss um að Microsoft 365 umhverfið þitt sé öruggt og aðgengilegt allt árið. Auktu enn frekar við öryggið með skýjaVIST Vernd; öryggisvöktun á Microsoft 365, ásamt vefsíun og afritun á gögnum fyrirtækisins.

umhverfis

umsýsla

og viðbragð

og vefsíun
skýjaVIST 365 gerir þetta fyrir þig
Við setjum Microsoft 365 umhverfið þitt samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði til að tryggja öryggi og aðgengi að gögnunum þínum, ásamt virku eftirliti og viðbragði sé vikið frá grunnstillingum.
Aðferðafræðin um hvað sé besta uppsetningin breytist eftir því sem tækninýjunar koma út og nýjar frumlegar leiðir uppgötvast um hvernig óprúttnir aðilar geta komist inn fyrir umhverfi viðskiptavina og valdið usla. Að sama skapi hefur aldrei verið mikilvægara að geta átt samskipti og deilt gögnum á öruggan á aðgengilegan máta.
Sensa viðheldur grunnstillingum þíns umhverfis og framkvæmir uppfærslur jafnóðum eftir því sem tækninni fleygir fram. Við vöktum stillingar umhverfisins þíns og ef breytt er frá grunnstillingum er brugðist við.
Með skilgreindum grunnstillingum mun Sensa meðal annars:
- Skilgreina hvernig notendur geta auðkennt sig inn, setja upp tvíþátta auðkenningu og loka fyrir óöruggar og eldri auðkenningaleiðir.
- Tryggja að almennur notandi geti ekki veitt réttindi umfram það sem eðlilegt getur talist.
- Tryggja að gestanotendur hafi aðeins aðgang að því sem þeir eiga að fá aðgang að.
- Grunnstillingar fyrir notendatæki (útstöðvar og farsíma) um hvernig þau koma inn í umhverfið og hvaða öryggiskröfur eru gerðar til þeirra tækja áður en þau fá aðgang að viðkvæmum gögnum fyrirtækisins.
- Koma í veg fyrir að algeng óörugg lykilorð séu notuð af starfsmönnum.
- Setja upp reglur sem koma í veg fyrir algengar árásir.
- Stilla vírusvörn á útstöðvum.
Starfsmenn Sensa geta veitt frekari upplýsingar um þær stillingar sem settar eru og hvernig þær nýtast þér.
Þjónustan inniheldur aðgang að Microsoft 365 sérfræðingum Sensa sem geta aðstoðað þig við að fá sem mest útúr þínu Microsoft 365 umhverfi.
Með skýjaVIST Vernd, viðbótarþjónustu við skýjaVIST 365, fylgir vefsíun og afritun á gögnum fyrirtækisins.
Vefsíun með Cisco Umbrella lágmarkar líkur að starfsmenn heimsæki óæskileg vefsvæði og þar með minnkar lílkur á að vélar þeirra smitist af óværum. Ef svo gerist að gögn tapist eru afrit af gögnunum í Microsoft 365 til.
Sensa hefur með stöðluðu rekstrarformi tekist að ná fram hagkvæmni í rekstri á Microsoft 365 umhverfum sem viðskiptavinir okkar njóta góðs af þar sem þekkt mánaðargjaldi hreyfist línulega í takt við stærð fyrirtækisins nýturðu fyrirsjáanleika í kostnaði.
Villtu vita meira?
Ef þú hefur áhuga á skýjaVIST 365, endilega hafðu samband við okkur. Sérfræðingar okkar eru til reiðu til að aðstoða þig.



