Skip to content

Sensa valið Samstarfsaðili ársins hjá Fortinet

Sensa var valið Samstarfsaðili ársins hjá Fortinet fyrir árið 2023 en það er annað árið í röð sem Sensa fær þessa viðurkenningu. Árangur Sensa með Fortinet lausnum hefur verið eftirtektarverður á liðnum árum en á bak við viðurkenninguna stendur stór hópur sérfræðinga hjá Sensa í öryggis-, net- og þráðlausum lausnum Fortinet.

Sensa hefur fjárfest í þekkingu starfsmanna í Fortinet lausnum sem og að kynna nýjar Fortinet lausnir fyrir núverandi og nýjum viðskiptavinum. Sensa hefur öðlast mikla reynslu í hönnun, uppsetningu og rekstri á lausnum frá Fortinet fyrir bæði hefðbundin skrifstofuumhverfi sem og í framleiðslunetum fyrir bæði orku- og sjávarútvegsfyrirtæki.

Við erum einstaklega stolt af þessari viðurkenningu og þökkum kærlega fyrir okkur.

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Eydís Eyland ráðin markaðsstjóri Sensa

Eydís Eyland hefur verið ráðin markaðsstjóri Sensa. Hún er með B.Sc. í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og M.Sc. í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Eydís starfaði áður

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.