Sensa hefur um árabil haldið í hefðir. En nú kemur að því að hefðir breytast og í ár ætlum við að breyta einni hefð og hefja nýja. Við höfum tekið ákvörðun um að gefa jólagjafir í nafni viðskiptavina Sensa í góðgerðarmál. Börn og unglingar eru ofarlega í huga þegar kemur að styrktarmálum hjá Sensa og hlýtur Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 1.000.000 krónur í styrk. Við kunnum okkar viðskiptavinum miklar þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla.
Frá Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna:
SKB styður börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á ári. Þegar það gerist verður öll fjölskyldan fyrir áfalli og þarf á stuðningi að halda.
SKB greiðir fyrir ýmiss konar stuðning, s.s. sálfræðimeðferðir, sjúkraþjálfun, almenna heilsurækt og endurhæfingu, en býður líka upp á félagsstarf og jafningjastuðning fyrir foreldra barna í krabbameinsmeðferð og margskonar félagsstarf og dægrastyttingu.
Við þökkum kærlega fyrir myndarlegan styrk sem mun nýtast til að styrkja börn í aðstæðum sem enginn vill vera í.