Skip to content

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki sextánda árið í röð

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni sextánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Vottunin sýnir fram á vönduð vinnubrögð Sensa og er það mikilvægur þáttur í að efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.

Sensa er eitt af fimmtíu fyrirtækjum sem hafa verið Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi og er þetta því sextánda árið í röð sem við veitum viðurkenningunni móttöku.

„Við erum þakklát fyrir öflugt starfsfólk sem liggur að baki rekstri Sensa, þeirri seiglu og áræðni sem hefur einkennt fyrirtækið frá upphafi,“ segir Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa.

Tengt efni

Fróðlegur október að baki hjá Sensa

Blogg Fróðlegur október að baki hjá Sensa en mánuðurinn var tileinkaður netöryggi Eydís Eyland Markaðsstjóri Sensa 4. nóvember 2025 Við tileinkuðum októbermánuð öryggismálum og stóðum

Nánar