Skip to content

Sensa býður viðskiptavinum á árlegan öryggisviðburð Palo Alto Networks

Sensa býður viðskiptavinum sínum á árlegan öryggisviðburð Palo Alto Networks sem haldinn verður þann 16. október. Palo Alto Networks er alþjóðlegt leiðandi fyrirtæki á sviði netöryggis og hefur Sensa verið stoltur samstarfsaðili þess um árabil.

Dagskrá viðburðarins er áhugaverð og er boðið upp á fjölbreytt erindi um helstu áskoranir og tækifæri í netöryggismálum. Meðal fyrirlesara er Steingrímur Óskarsson, nýr öryggisstjóri Sensa, sem mun fjalla um fyrstu skrefin í öryggisvegferð fyrirtækja og hvernig best er að forgangsraða mikilvægum verkþáttum.

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að efla skilning sinn á netöryggi og læra af sérfræðingum á heimsvísu.

Skráning fer fram á vef Palo Alto Networks.

Deila á

Facebook
LinkedIn
X
Email

Tengt efni

Stelpur, stálp og tækni hjá Sensa

Verkefnið Stelpur, stálp og tækni, mættu í heimsókn til Sensa síðastliðinn föstudag. Markmiðið með viðburðinum er að kynna tækni sérstaklega fyrir stelpum og stálpum í

Framkvæmdastjóraskipti hjá Sensa 

Valgerður Hrund Skúladóttir, einn af stofnendum Sensa og framkvæmdastjóri frá upphafi, hefur ákveðið að láta af störfum þann 31. ágúst 2025 eftir farsælan feril við