Skip to content

Sensa býður viðskiptavinum á árlegan öryggisviðburð Palo Alto Networks

Sensa býður viðskiptavinum sínum á árlegan öryggisviðburð Palo Alto Networks sem haldinn verður þann 16. október. Palo Alto Networks er alþjóðlegt leiðandi fyrirtæki á sviði netöryggis og hefur Sensa verið stoltur samstarfsaðili þess um árabil.

Dagskrá viðburðarins er áhugaverð og er boðið upp á fjölbreytt erindi um helstu áskoranir og tækifæri í netöryggismálum. Meðal fyrirlesara er Steingrímur Óskarsson, nýr öryggisstjóri Sensa, sem mun fjalla um fyrstu skrefin í öryggisvegferð fyrirtækja og hvernig best er að forgangsraða mikilvægum verkþáttum.

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að efla skilning sinn á netöryggi og læra af sérfræðingum á heimsvísu.

Dagskrá og skráning -> Palo Alto Networks.

Tengt efni

Fróðlegur október að baki hjá Sensa

Blogg Fróðlegur október að baki hjá Sensa en mánuðurinn var tileinkaður netöryggi Eydís Eyland Markaðsstjóri Sensa 4. nóvember 2025 Við tileinkuðum októbermánuð öryggismálum og stóðum

Nánar