Er þitt fyrirtækið varið gegn aukinni sókn netglæpamanna?
Sensa, ásamt netöryggisfyrirtækinu Arctic Wolf bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 3. september næstkomandi hjá Sensa að Lynghálsi 4, 5. hæð.
Viðfangsefni fundarins:
- Evróputilskipanir framundan, NIS2 og DORA: Ábyrgð á hlítingu liggur hjá stjórnendum fyrirtækja - Guðmundur Stefán Björnsson, öryggisstjóri Sensa.
- Atburðarrás árása, hvernig verjumst við hökkurum - Ari Þór Guðmannsson, Senior Sales Engineer, Arctic Wolf.
- Reynslusaga: Innleiðing Artic Wolf hjá Arnarlax - Helgi Kemp, kerfisstjóri Arnarlax.
- State of the Art Cyber Defense - Dr. Sebastian Schmerl, VP Security Services EMEA, Arctic Wolf.
Húsið opnar kl. 8:30 með morgunmat og hefst dagskrá stundvíslega kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00.
Dr. Sebastian Schmerl,
VP Security Services EMEA
Dr. Sebastian hefur yfir 18 ára reynslu í netvörnum og þróun á öryggisvöktun upplýsingatæknikerfa (SOC). Hann hefur unnið með alþjóðafyrirtækjum eins og Daimler, Volkswagen, Bosch, Datev, Bayer og Computacenter. Hann er Certified Information Security Manager (CISM) og Certified Information Security Auditor (CISA) og meðlimur í EU/ENISA – Working Group on Security Operation Centres (SOCs) for Alignment of Cyber-Protection for the EU region.
Arctic Wolf er leiðandi fyrirtæki í netöryggismálum og býður upp á vernd sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækja og stofnana. Fyrirtækið rekur öfluga miðlæga öryggisvöktun (SOC) sem er mönnuð allan sólarhringinn.
Arctic Wolf greinir öryggisógnir hratt og bregst við í rauntíma. Með því að nýta sér gagnagreiningu, vélnám (e. machine learning) og flókna ferla við vinnslu atburða veitir Arctic Wolf yfirsýn sem þarf til að sjá heildarmyndina við öryggisógnir í rauntíma.