Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

Cisco

Til þess að tryggja viðskiptavinum sínum bestu mögulega þjónustu gerði Sensa samning, í byrjun árs 2003, við Cisco, sem ber heitið System Integrator Agreement (1st Tier Contract).

Samningurinn tryggir Sensa beinan aðgang að Cisco, bæði hvað varðar vörukaup, tæknilegt aðgengi, samstarf og möguleika á að geta boðið fyrirtækjum víðtæka samninga, er snúa að þeim vörum er keyptar eru hjá Sensa. Þar má m.a. nefna, aukna ábyrgð á búnaði, aðgang að uppfærslu hugbúnaðar í Cisco búnað og útskiptingu búnaðar. Ennfremur veitir þessir samningur möguleika á að geta boðið opinberu fyrirtækjum og stofnunum sérkjör á ákveðnum tímum. Þessi samningur við Cisco Systems tryggir að Sensa getur boðið þeim viðskiptavinum er versla vörur hjá þeim, hagstæða útskiptisamninga og hugbúnaðarsamninga á allan þann búnað.

Cisco Ironport

Cisco Ironport hefur um árabil verið leiðandi birgi í hreinsun tölvupósts en meira en 30% af öllum tölvupósti í heiminum fer í gegnum nálarauga Ironport. Lausnin sér til þess að hreinsa út vírusa og aðrar óværur ásamt ruslpósti. Ironport býður einnig lausnir til að stjórna og hreinsa vefumferð fyrirtækja en eftir að Cisco keypti Ironport hefur mikil þróun átt sér stað í samþættingu við aðrar lausnir Cisco svo sem AnyConnect.

Cisco fjarfundabúnaður

Sensa er með sérfræðiþekkingu á myndfundalausnum frá Cisco (áður Tandberg). Ýmsar lausnir eru til sýnis í Ármúla 31 og einnig er hægt að leigja fundarherbergi með myndfundabúnaði.

Telepresence eins og Cisco kýs að kalla sitt framlag til framboðs fjarfundalausna, er í raun sýndarvæðing raunverulegra funda. Upplifunin er eins og hefbundin fundur hafi átt sér stað þar sem þátttakendur eru í sama herberginu þrátt fyrir að vera þúsundir kílómetra í burtu. 

Microsoft

Gold Certified Partner: Sensa er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft á Íslandi (e. Gold Certified Partner). Sensa er því talinn til þeirra samstarfsaðila sem standa fremstir í þjónustu og stuðningi við þær lausnir sem Microsoft býður upp á. Gullvottun er aðalsmerki góðrar þjónustu og um leið staðfesting á þeirri miklu þekkingu, reynslu og eldmóði sem starfsmenn Sensa búa yfir.

Small Business Specialist: Sensa er með sérstaka viðurkenningu fyrir þjónustu við minni fyrirtæki. Hún staðfestir sérhæfingu í þjónustu við Microsoft lausnir hjá smærri fyrirtækjum en styrkur Sensa liggur ekki hvað síst í þjónustu og lausnum fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki.

Hosting Competency: Sensa er með sérstaka viðurkenningu fyrir þjónustu sína sem hýsingaraðili með Microsoft lausnir. Hún staðfestir hæfni Sensa til að veita hýsingarþjónustu byggða á Microsoft lausnum.

Microsoft Premier samningur: Sensa er auk ofangreinds, eini samstarfsaðili Microsoft á Íslandi sem jafnframt er með svokallaðan Premier Support samning við Microsoft. Premier er þjónustusamningur með afar háu þjónustustigi sem tryggir beinan og tafarlausan aðgang að færustu sérfræðingum Microsoft á heimsvísu við úrlausn vandamála. Þannig getur Sensa tryggt enn hærra þjónustustig en annars væri mögulegt.

NetApp

NetApp er meðal þeirra fremstu í gagnageymslum (e. Storage) á heimsvísu. NetApp er annar strærsti framleiðandi diskalausna í heiminum, talið í terabætum. Auk þessa er tækni þeirra á meðhöndlun og hagræðingu gagna framúrskarandi og markmið Netpp er að leiða markaðinn á þessum vettvangi. Markmiðið er að ná fram hagræðingu í rekstri viðskiptavina NetApp með framúrskarandi hugbúnaði og sérhæfingu í meðhöndlun gagna, aðgengi þeirra og varðveislu.

Hátt  ánægjustig viðskiptavina með NetApp lausnir hefur skilað þeim í fremstu röð en þeir eru í örari vexti en samkeppnin á heimsvísu. NetApp hefur það að markmiði að að bjóða sveigjanlegar lausnir sem fara fram úr ítrustu kröfum. NetApp lausnir eru fyrir fyrirtæki, smá og stór, sem krefjast uppitíma, aðgengis og lausna sem einfalda og efla rekstur þeirra.

NetApp er með höfuðstöðvar á vesturströnd ameríku og er skráð á Nasdaq auk þess að vera á Fortune 1000 lista.

Sensa er með Gull Partner vottun frá NetApp auk þess að vera Service Partner með þjónustugetu allan sólahringinn allt árið um kring. 

VMware

Um leið og sýndarvæðing getur leitt til umtalsverðs hagræðis og sveigjanleika, eru slíkar lausnir frá VMware byggðar á traustum grunni sem er margreyndur í rekstri hjá yfir 250.000 fyrirtækja. Með VMware vSphere sem grunninn að fullkomnasta sýndarvæðingar umhverfi sem býðst, bjóðum við lausnir til sýndarvæðingar á tölvuverum og einkatölvu umhverfi þar sem núverandi búnaður er nýttur til hins ítrasta. VMware lausnir eru samþættanlegar við núverandi net og umsjónarkerfi fyrirtækja. Dugi það ekki til bíður Sensa einnig fullkomnar og hagkvæmar heildarlausnir byggðar á VMware auk annarra leiðandi framleiðanda. Sensa er VMware Enterprise Solution Provider og er auk þess með sérhæfingu á Infrastructure Virtualization lausnum frá VMware.

RSA - Security

RSA er með fjölbreytt úrval öryggislausna. RSA hefur notfært sér sterkt fjárhagslegt bakland til að kaupa upp fyrirtæki í öryggisbransanum og hefur þannig styrkt stöðu sína verulega sem leiðandi birgi á þessu sviði. Sensa hefur sérhæft sig sérstaklega í auðkenningarlausnum og öruggri söfnun færsluskráa (SIEM – Security and Event Information Management).

Palo Alto Networks

Palo Alto sérhæfir síg í öryggismálum.

Verba - voice

Verba er leiðandi birgi með lausnir fyrir upptöku á símtölum fyrir IP samvinnukerfi. Lausnin er einnig sniðin fyrir upptöku á símtölum í þjónustuverum og styður auk upptöku á símtölum einnig upptöku á myndfundum. Verba Recording System lausnin er útbreyddasta upptökulausn fyrir símtöl í fjármálageiranum á Íslandi, og er notuð í fjölmörgum þjónustuverum hér á landi.

 

Aastra – Voice

Í samstarfi við Aastra, býður Sensa viðskiptavinum sínum CMG NOW Attendant og Quality Manager. CMG Now Attendant er sveigjanleg skiptiborðalausn sem eykur afköst við afgreiðslu símtala á skiptiborði með mjög sveigjanlegum möguleikum á tengingum við ytri kerfi viðskiptavina s.s. dagbókarkerfi (e. Calendar), stimpilklukkukerfi og fleira.

 

pexip

Myndfundir á einfaldan og skilvirkan hátt. Pexip býður upp á lausnir sem hjálpa fólki að tengjast á sjónrænan hátt (e. video conferencing).

 

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: