
Sensa leggur áherslu á ábyrg viðskipti og sjálfbæra þróun í allri okkar starfsemi.
Sensa fylgir umhverfisstefnu móðurfyrirtækis síns Crayon Group. Árlega gefur Crayon út sjálfbærniskýrslu sem nær til allra dótturfélaga. Þar koma fram þau markmið sem sett hafa verið bæði til styttri og lengri tíma litið.
Crayon er að vinna í að þróa UFS (umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir) tækni til að hjálpa viðskiptavinum við að draga úr gróðurhúsalofttegundum en einnig í öðrum verkefnum sem stuðla að jákvæðum umhverfisáhrifum.
ESG stefna okkar byggir á þremur stoðum: Umhverfi, félagslegir þættir, og stjórnarhættir.
Við viljum minnka umhverfisáhrif okkar og skilja betur þarfir viðskiptavina og samstarfsaðila.
🌱 Við vinnum markvisst að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og hvetjum til sjálfbærrar upplýsingatækni.
Crayon-samsteypan leggur áherslu á hringrásarhagkerfi með því að þróa þjónustu sem stuðlar að endurnýtingu og endurvinnslu búnaðar. Við styðjum viðskiptavini við að minnka kolefnisspor með sjálfbærum lausnum eins og skýjahagræðingu.
Starfsfólkið er okkar mikilvægasta auðlind. Við viljum skapa fjölbreytt vinnuumhverfi þar sem allir fá að vaxa og dafna. Við vinnum markvisst að því að efla fjölbreytileika og skilning á honum. Sensa leggur metnað í að tryggja velferð, öryggi og jöfnuð á vinnustaðnum.
Sensa er með ISO-37001 vottun gegn mútum og spillingu.
Sensa leggur áherslu á heilindi, ábyrgð og gagnsæi í öllum störfum fyrirtækisins.
Ábyrgir stjórnarhættir gefa samkeppnisforskot sem byggir á trausti viðskiptavina og samstarfsaðila.
Það er okkur mikilvægt að tryggja öruggt og heilsusamlegt umhverfi fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samstarfsaðila.
Hringrásarhugsun
Sensa starfar í anda hringrásarhagkerfisins með það að markmiði að minnka sorp og hámarka endurvinnslu.
Við fylgjumst reglulega með úrgangi og raforkunotkun í höfuðstöðvum okkar að Lynghálsi 4. Allur úrgangur sem verður til í starfseminni er flokkaður, þar á meðal pappír, pappi, plast, steinefni og málmar. Lífrænn úrgangur er flokkaður sérstaklega og allur sendur til GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu.
Við leggjum einnig áherslu á umhverfisvænar samgöngur og bjóðum starfsfólki samgöngustyrk til að styðja við vistvænar ferðir til og frá vinnu.
Sensa nýtur þjónustu mötuneytis Eflu sem rekið er á Lynghálsi 4. Mötuneytið leggur áherslu á sjálfbærni með því að velja íslenskt hráefni þegar kostur er og nýtir hráefnið til fulls við matargerð. Kolefnisspor hvers réttar er metið með Matarspor – sérhönnuðum hugbúnaði sem metur umhverfisáhrif máltíðanna á gagnsæjan hátt.


Loftslagsmarkmið
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Crayon-samsteypan stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030.
Science Based Targets Initiative (SBTi) er samstarf leiðandi alþjóðlegra stofnana sem styðja fyrirtæki við að setja loftslagsmarkmið í samræmi við vísindalegar forsendur. Crayon hefur skuldbundið sig til að setja skammtímamarkmið fyrir árið 2025 í samræmi við SBTi.
Við vinnum stöðugt að því að endurskoða losun okkar og fjölga flokkum sem falla undir SBTi-rammann.

Cisco Environmental Sustainability viðurkenning
Sensa er með Environmental Sustainability viðurkenningu frá Cisco – sem er alþjóðleg gráða sem veitt er samstarfsaðilum sem sýna fram á skýra skuldbindingu til umhverfisverndar og sjálfbærrar tækniþróunar.
Gráðan staðfestir að Sensa:
✔️ Stuðlar að orkusparandi og sjálfbærri tækni fyrir viðskiptavini sína
✔️ Tengir við endurnýtingar- og endurvinnsluferla Cisco, þar á meðal „Takeback and Reuse“ áætlunina
✔️ Veitir ráðgjöf og lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að minnka kolefnisspor sitt, sérstaklega með skýjalausnum og skilvirkari rekstri
✔️ Skilur mikilvægi ESG þátta (Environmental, Social, Governance) í upplýsinga- og netlausnum framtíðarinnar
Viðurkenningin er hluti af Cisco Partner Program og styrkir stöðu Sensa sem leiðandi samstarfsaðila í sjálfbærni og ábyrgri tækniþróun.