Skip to content

Október er tileinkaður netöryggi hjá Sensa

Við hjá Sensa tökum öryggi alvarlega. Að lenda í tölvuárásum getur verið bæði kostnaðarsamt og tímafrekt – en með réttum lausnum er hægt að lágmarka áhættuna.

Október er öryggismánuður hjá Sensa og af því tilefni bjóðum við þér að taka þátt í 4 viðburðum á vegum félagsins þar sem sérfræðingar Sensa og samstarfsaðilar fara yfir nýjustu lausnir og reynslu úr heimi netöryggis:

Þann 1. október verður morgunverðarfundur: Kynning á skýjaVIST 365 – nýrri hýsingar- og rekstrarþjónustu hjá Sensa þar sem öryggi er í fyrirrúmi. Við fáum Alex Hitchen til okkar frá Huntress, en Huntress er einn af okkar helstu samstarfsaðilum í öryggismálum.

Þann 7. október ætlum við að vera með kynningarfund á öryggislausnum Sensa. Fundurinn hefst kl 14:00, þar sem Sensa mun kynna öryggislausnaframboði sitt. Við förum yfir lausnir í búnaði og rekstri auk þess sem samstarfsaðilar okkar og sérfræðingar í öryggi deila reynslusögum og ráðleggingum. Við ljúkum svo deginum á léttum veitingum og veigum. 

Þann 16. október verða Palo Alto Networks með sinn árlega öryggisviðburð á Nauthóli. Viðskiptavinir Sensa eru hjartanlega velkomnir. Þar verður m.a. erindi frá Steingrími Óskarssyni, nýjum öryggisstjóra Sensa, um netöryggi.

Þann 30. október verður morgunverðarfundur hjá Sensa með Arctic Wolf sem mun fjalla um endanotandaöryggi. Við fáum fyrirlesarana Charlotte Nobel og Andy Brand, sem eru sérfræðingar hjá Arctic Wolf.

Tengt efni