Netrekstur fyrirtækja í skýinu!
NetVIST
![](https://sensa.is/wp-content/uploads/2021/09/Crayon-HomeOfficeMan2-1024x633.png)
Hver er þjónustan?
NetVIST Sensa er netrekstur í mánaðarlegri áskrift sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum, óháð staðsetningu og fjölda starfsstöðva og tryggir að netreksturinn vaxi í takt við rekstur fyrirtækja.
NetVIST Sensa lágmarkar óæskilegan og ófyrirsjánlegan kostnað fyrirtækja og með lausn Sensa er ekki lengur þörf á stofnkostnaði og fjárfestingum fyrirtækja varðandi búnað, leyfismál og rekstur á kerfum o.s.frv.
NetVIST Sensa er sniðin að kröfum nútímans um sveigjanleika sem gerir starfsfólki fyrirtækja kleift að tengjast sínumkerfum hratt og örugglega, yfir hvaða netlag sem er og óháð þjónustuaðila.
NetVIST Sensa hámarkar öryggi fyrirtækja með DNS Security skýjalausn sem er hönnuð til að bæta öryggi og sýnileika gegn netógnunum, óháð því hvort sem starfsfólk er á skrifstofunni, heima eða á ferðinni.
NetVIST Sensa tryggir að fyrirtæki eru með uppfært og öruggt netumhverfi á hverjum tíma þar sem sérfræðingar okkar tryggja fyrirtækjum öruggt umhverfi með rekstri á næstu kynslóð eldveggja, rekstri á netbúnaði og þráðlausu neti til að notendur tengjast hvar og hvenær sem er innan veggja fyrirtækis.
Af hverju að velja NetVIST Sensa?
NetVIST Sensa Byggir á hugbúnaðartækni sem gerir fyrirtækjum kleift að lækka rekstrarkostnað, auka sveigjanleika og tengja við skýjalausnir fyrirtækja en síðast en ekki síst að hámarka upplifun viðskiptavina og tryggja fyrirtækjum öruggt netumhverfi