Netkerfi – traust tenging sem reksturinn byggir á
Sérfræðingar Sensa búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði netbúnaðar og netlausna. Hjá Sensa starfa sjö sérfræðingar sem eru með hina eftirsóttu CCIE gráðu frá Cisco. Þá eru Sensa sérfræðingar með yfir 400 prófgráður frá Cisco og þar af rúmlega 40 Cisco CCNA gráður. Einnig eru sérfræðingar okkar með próf frá Fortinet, Palo Alto og fleiri birgjum sem endurspeglar þá miklu þekkingu sem starfsfólk Sensa býr yfir.
Netkerfið er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Viðskiptavinir okkar krefjast stöðugs reksturs og mikillar aðgengileika allra netþátta. Það verður að vera áreiðanlegt, auðvelt í notkun, sveigjanlegt og með öfluga öryggisráðstafanir. Netkerfið þarf að aðlagast hratt breytilegum kröfum í síbreytilegu umhverfi og hjá sveigjanlegum skipulagsheildum.
Markmið okkar er að veita ávallt fyrsta flokks ráðgjöf við hönnun og uppsetningu öruggra lausna. Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf sem mætir þörfum þeirra til styttri og lengri tíma.

Við hönnum, setjum upp og rekum öflug netkerfi sem virka
Nútímaleg netlausn sem eykur hraða og dregur úr kostnaði með snjallri umferðarstýringu og betri yfirsýn.
Við tryggjum að öryggislag er samþætt í netkerfið sjálft – með aðgangsstýringum, greiningu og varnarlögum.
Lausnir sem tengja skrifstofur, vinnustaði og gagnaver á öruggan og sveigjanlegan hátt – með hámarkaðri þjónustu og lágmarks töfum.
Við vöktum og stýrum netkerfum í gegnum okkar þjónustumiðstöð og grípum inn í áður en notendur verða varir við truflun.
Sensa sér um að það virki – alltaf.Sensa sér um að það virki – alltaf.

Þráðlaust net – Meraki & Catalyst
Meraki MR – Skýjastýrðar Wi-Fi 7 – Wi-Fi 6/6E aðgangsstöðvar fyrir fyrirtæki.
- Sjálfvirk hleðsla og rásaval
- Staðsetningargreining og innsýn í notkun
- Sameinað öryggi með Umbrella og ISE
SD-WAN & WAN tengingar
Cisco SD-WAN (Viptela) – Sveigjanleg og örugg skýjatenging milli staða.
ISR 1000/4000 og ASR leiðarvélar – Sameina hraða, öryggi og stjórnun í einni lausn.
- Forritamiðuð leiðaval og hraðaleit
- Innbyggt vörn gegn ógnum (Umbrella, Talos)
- Beinn aðgangur að AWS, Azure og GCP
Netöryggi með Cisco Secure
Cisco Umbrella, SecureX, Duo og ISE – Heildarlausn fyrir nútímanet.
