- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
NetApp er leiðandi í framleiðslu á gagnageymslum og býður einnig upp á skýjalausnir í samvinnu við alla stærstu þjónustuaðila heims, eins og AWS, Azure og Google.
Fyrirtæki sem eru leiðandi á markaði reiða sig á NetApp – þetta eru fyrirtæki eins og Cisco, SAP, Oracle, NASA, British Telecom, Síminn, Sensa og fleiri.
Finndu gagnageymsluna sem er rétt fyrir þitt fyrirtæki.
Með því að svara nokkrum spurningum getur þú skoðað hvaða möguleikar henta hvað best fyrir þitt fyrirtæki.
Diskalausnir NetApp skila auknu hagræði og betri nýtingu á diskaplássi með einstökum eiginleikum sem mæta kröfum fyrirtækja um sveigjanleika, afköst og möguleika til vaxtar. Með réttri samsetningu vélbúnaðar, hugbúnaðar og ráðgjafar er hægt að uppfylla ýtrustu kröfur viðskiptavina og hámarka arðsemi fjárfestingarinnar.
Með sífellt auknu framboði af skýjaþjónustum og áhuga fyrirtækja á að nýta sér slíkar lausnir verður stöðugt mikilvægara að hafa fulla stjórn á gögnum fyrirtækisins. Skýjalausnir NetApp gera fyrirtækjum kleift að nýta skýjaþjónustur með meiri hagkvæmni, auðveldari flutningi gagna á milli eigin búnaðar og skýjalausna ásamt því að tryggja öryggi gagnanna.
Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu NetApp má fá hjá Sensa og á
www.netapp.com og cloud.netapp.com