Afritun með AvePoint
AvePoint Afritun er frábær afritunarlausn sem hentar sérstaklega vel með Microsoft 365 og Microsoft Dynamics 365.
Microsoft 365 og AvePoint
Hvað ef gögnin mín tapast?
Með því að tengja AvePoint við Microsoft 365 umhverfið tryggir þú tíðari afritun og hraðari endurheimt gagna.
Gögnin eru geymd á öruggu og dulkóðuðu svæði í Azure, og engin takmörk er á stærð þess.
Með sveigjanleika AvePoint er hægt að breyta aðgengi, flokkun og líftíma afrita, velja eigin hýsingarlausnir hvort sem er í skýinu eða á eigin svæði – allt á þínum eigin forsendum.
Microsoft ber ábyrgð á:
- Uppitíma og aðgengi að skýjaþjónustunni
- Að eiga auka eintak af gögnum viðskiptavina (e. replication)
- Aðgengi að ruslafötu sem gerir endurheimt stakra skráa mögulegar í takmarkaðan tíma
AvePoint býður:
- Áhyggjulausa afritun
- Endurheimt gagna á nokkrum mínútum
- Reglulega afritun
- Dulkóðaða afritun og geymslu
- Ótakmarkaða varðveislu
Víðtæk öryggisafritun
- Ótakmörkuð gagnaafritun fyrir Microsoft Office 365 í SharePoint Online, Exchange Online, Project Online, OneDrive for Business, Groups, Teams, Planner og Public Folders.
Hröð endurheimt gagna
- Það er auðvelt að endurheimta gögnin. Engin þörf er á tæknilegu flækjustigi og því er löng bið úr sögunni. Einfalt er að ná gögnunum aftur, hvort sem um er að ræða úr tölvupóstinum, OneDrive eða Teams.
Áhyggjulaus afritun
- AvePoint keyrir sjálfvirka afritun allt að fjórum sinnum á sólarhring og varðveitir gögnin í ótakmarkaðan tíma. Ekkert þak er á afritunarstærð í áskrift. Sveigjanlegt og öruggt umhverfi - allt á einum stað.
Afritun á þínum forsendum
- Geymdu Microsoft 365 gögnin á öruggum stað með Avepoint í stækkanlegu gagnasvæði Azure eða á þínu eigin svæði. Hægt er að vista gögnin í gagnaveri Sensa, þínu eigin gagnaveri eða annarri skýjalausn.