Mannauðs- og jafnréttisstefna
Útgáfa 4.1
Mannauðs- og jafnréttisstefna Sensa
Fyrirtækið fylgir eftirfarandi jafnréttisstefnu í samræmi við lög nr.150/2020 um jafna stöðu óháð kyni.
1. Stefnunni er ætlað að tryggja að unnið sé í samræmi við lög um jafna stöðu óháð kyni. Með henni skal tryggt að félagið fylgi lögum, reglugerðum og samningum sem snerta jafnréttismál á hverjum tíma. Stefnan er órjúfanlegur hluti af jafnlaunastefnu félagsins.
2. Félagið vill ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Áhersla er lögð á að hver einstaklingur vaxi og dafni á eigin verðleikum, hafi jöfn tækifæri til þróunar og fái nauðsynlega hvatningu og stuðning, óháð kyni.
3. Nýráðningar skulu fylgja verklagi um nýráðningar og skulu allir umsækjendur, óháð kyni, vera metnir með sama hætti..
4. Frammistaða og hæfni er höfð að leiðarljósi við starfsþróun. Félagið vill að vinnuumhverfið sé hvetjandi og stuðli að faglegum vexti starfsfólks innan fyrirtækisins með markvissri þjálfun, markvissri endurgjöf og krefjandi verkefnum.
5. Áhersla er lögð á að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf með því að veita möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Þannig getur starfsfólk sinnt persónulegum erindum á vinnutíma og klárað vinnuskyldu síðar. Starfsfólki er sýnd umhyggja og skilningur í veikindum eða þegar erfiðleikar steðja að.
6. Félagið tekur skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Einelti, áreitni, ofbeldi eða fordómar vegna kyns, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, trúarbragða, skoðana eða nokkurs konar stöðu einstaklinga verður ekki liðin. Viðbragðsáætlun og boðleiðir vegna slíkra mála skulu vera öllum sýnilegar og aðgengilegar á innri vef fyrirtækisins.
7. Fyrirtækið er með jafnlaunastefnu og verklag um stjórnun jafnlaunavottunar sem er í samræmi við staðalinn IST 85:2012. Fyrirtækið skuldbindur sig til að fylgja ferli jafnlaunavottunar sem innleitt hefur verið hjá félaginu þannig að starfsfólk óháð kyni njóti sambærilegra launakjara fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf.
8. Fyrirtækið skuldbindur sig til að viðhalda stöðugum umbótum í mannauðs- og jafnréttismálum með eftirliti, innri úttektum og bregðast við frávikum í samræmi við ferli og meðhöndlun frávika.
9. Stefnan er bindandi fyrir alla stjórnendur félagsins. Framkvæmdastjóri er eigandi stefnunnar. Forsjáraðili er mannauðsstjóri. Stefnan er endurskoðuð að minnsta kosti á þriggja ára fresti, oftar ef þörf krefur og undirrituð af framkvæmdastjóra félagsins.
Samþykkt 21.08.2024
Valgerður Hrund Skúladóttir
Framkvæmdastjóri