Skip to content

Skýjaþjónustur

kistan - skipulag í skýinu

Ráðgjöf

Að velja réttu leiðirnar í skýjavegferðinni getur verið yfirþyrmandi, svo margir eru möguleikarnir. Sérfræðingar Sensa eru tilbúnir að aðstoða þig við að velja réttu leiðina fyrir þig og þitt fyrirtæki og hrinda henni svo í framkvæmd á öruggan og ábyrgan hátt.

Innleiðingar og flutningur í skýið

Sensa, ásamt samstarfsaðilum, sér um innleiðingu eða flutning í skýið í samræmi við þínar viðskiptaþarfir núna og til framtíðar. Flutningsþjónusta Sensa innifelur rýni á núverandi umhverfi, skipulagningu prófun ásamt flutningi og er verkefnastýrt frá upphafi til enda.

Rekstur

Að færa þjónustur í almenna skýjaumhverfið útilokar ekki endilega þörfina á að stýra og viðhalda umhverfinu. Sensa getur veitt nauðsynlegan stuðning fyrir þínar þjónustur í skýinu með þróaðar eftirlitslausnir sem tengja staðbundnar uppsetningar við þjónustur í skýinu og viðbragðsteymi sem bregst við uppákomum.

Einn reikningur

Ein af afleiðingum hybrid skýjalausna er að fyrirtæki geta lent í því að fá fjölda reikninga frá mörgum mismunandi birgjum. Í gegnum Sensa getur þú sameinað reikninga fyrir Microsoft Azure, Amazon Web Services, Google Cloud og hýsingarþjónustur Sensa sem gefur þér heildarsýn yfir UT innviðakostnað, allt á einum reikningi.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf