- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Símkerfi eins og við þekkjum þau eru að breytast og er ein helsta ástæðan fyrir því að fyrirtæki horfi til þess að notast við skýjaþjónustur í meira mæli en að reka sitt eigið kerfi.
Sensa býður uppá lausnir frá tveim birgjum, Microsoft og Cisco. Lausnir geta verið í skýinu (e. Cloud), staðbundnar (e. On-prem) eða blanda af báðum heimum (e. Hybrid). Áherslan er lögð á að þarfagreina hvert fyrirtæki fyrir sig til þess að mæta þeim kröfum sem settar eru fram.
Samkvæmt Gartner eru báðir birgjar mjög ofarlega þegar kemur að mæta þörfum og væntingum fyrirtækja.
Fyrirtæki sem hafa tileinkað sér Teams horfa í meira mæli í að bæta við virkni eins og símaþjónustu og þá í leiðinni skoða að breyta því fyrirkomulagi sem er til staðar.
Eins og Microsoft CEO, Satya Nadella sagði um Teams; „it’s a hub for teamwork and business process workflow, bringing together chat, meetings and collaboration with the richness of Office tools.“
Sensa býður fyrirtækjum tengingar við MS Teams til að virkja símkerfisþjónustur ásamt viðbótar lausnum eins og þjónustuveri skiptiborði, fjarfundarbúnaði og upptökulausnum.
Á undanförnum árum hefur vöxtur Cisco verið með ólíkindum erlendis jafnt sem á Íslandi þegar kemur að leysa þarfir er snúa að alhliða samskipta- og samvinnulausnum. Cisco er einn af fáum birgjum sem getur boðið fyrirtækjum öflugar hugbúnaðarlausnir í kringum síma, fjarfundi, þjónustuver og eru einnig með margverðlaunaðan búnað eins og símtæki, fjarfundarbúnað og fleira.
Sensa býður uppá margar útfærslur af vöruframboði Cisco, hvort sem um er að ræða skýjalausnir, staðbundnar lausnir eða blanda af báðu.
Einfaldari samvinna!
Fjarfundakerfi sniðið að þínu fyrirtæki!