Samvinnulausnir

Samvinnulausnir

Margra ára reynsla

Frá 2003 hefur áhersla Sensa á samvinnulausnir verið mikil og stór hluti af verkefnum fyrirtækisins snúið að samvinnulausnum. Áhersla hefur verið lögð á að vinna náið með viðskiptavinum í greiningu á viðskiptaferlum þar sem við notum lausnirnar við að leysa verkefnin.

Þær samvinnulausnir sem Sensa býður uppá í samstarfi við Cisco og aðra samstarfsaðila eru byggðar upp á margra ára reynslu samhæfðra samskipta og hefur ávinningur slíkra lausna sannað sig hjá mörgum fyrirtækjum á Íslandi. Sensa hefur m.a. boðið upp á Sjáumst myndfundaþjónustu í nokkur ár með góðum árangri.

Cisco Jabber

Með Cisco Jabber getur þú nálgast upplýsingar um viðver, sent skilaboð sem og tal og / eða mynd, deilt skjá og fundað með einum eða fleiri. Á auðveldan hátt er hægt að sjá hvort og hvernig hægt er að ná í fólk og unnið saman á einfaldan og skilvirkan hátt í gegnum Cisco Jabber. 

Örugg og traust samvinnulausn

Samvinnulausnin frá Cisco samanstendur af mörgum þáttum er myndar eitt heildarlausnarmengi fyrir fyrirtæki. Fullvaxta samvinnulausn sem sameinar hljóð og mynd í tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum í einni glæsilegri lausn – þar sem opnir staðlar, öryggi, gæði og aðgengi eru í fyrirrúmi. Sveiganleiki lausnarinnar er m.a. fólginn í því að hún getur tengst kerfum frá þriðja aðila og gefur möguleika á öruggum samtengingum samvinnulausna á milli fyrirtækja.
 
Með því að tvinna saman þekkingu á uppbyggingu og hegðun samvinnulausna, skiptiborða og þjónustuvera ásamt þarfagreiningu, getur Sensa lagt fram tillögur um breytingar á vinnubrögðum og ferlum til hagræðingar og/eða aukinni arðsemi lausnarinnar. Sensa hefur mikla þekkingu og reynslu í að tengja samvinnulausnir við önnur kerfi s.s. myndfundarlausnir, stimpilklukkukerfi, aðgangs- og öryggiskerfi, CRM og fleiri og þannig auka virðið fyrir upplýsingakerfi fyrirtækja í heild.
 
Hugmyndir um nýtingu lausnarinnar getur haft í för með sé aukna þjónustu við viðskiptavini og/eða bætt aðgengi viðskiptavina að þjónustuframboði. Þannig er hægt að auka ánægjustig viðskiptavina m.a. byggt á bættri svörun, skilvirkari svörun og innihaldsríkari svörun.  
 

Hagkvæm lausn

  • Bætt samskipti
  • Aukin hagræðing
  • Aukin afköst
  • Meiri skilvirkni
  • Örugg samskipti
  • Betri þjónusta við viðskiptavini

 

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: