Cisco Umbrella
Skilvirk DNS skýjavörn
Af hverju Umbrella?
Cisco Umbrella skýjaþjónusta er framlínuvörn gegn hættum á netinu. Umbrella er viðbót við aðrar öryggislausnir fyrirtækja og stofnana, en kemur ekki í staðinn fyrir aðrar öryggislausnir.
Umbrella veitir vernd gegn spilliforritum, veiðipóstum og
skaðlegum netsíðum. Umbrella skoðar umferð út á
netið (DNS) og lokar þannig á aðgengi að óæskilegum síðum.
Lausnin gefur þér samstundis yfirlit yfir netumferð í þínu
fyrirtæki.
Við erum sérfræðingar í Cisco Umbrella. Heyrðu endilega í okkur og saman finnum við út hvað hentar þér og fyrirtæki þínu best.
- Verndar notendur bæði á staðanetinu, sem og utan þess
- Greinir og stöðvar grunsamlegar fyrirspurnir
- Framlengir varnir skrifstofunnar fyrir starfsmenn á ferðinni
- Greinir og metur hættur í skýjalausnum
- Greinir IoT áhættur
Fljótleg og einföld uppsetning
Spilliforrit eru ein helsta öryggisógn við tölvukerfi fyrirtækja. Starfsfólk vinnur frá mismunandi stöðum utan skrifstofunnar og er því ekki alltaf varið á bakvið eldvegg fyrirtækis.
Oft eru það mannleg mistök sem valda því að atlaga með spilliforritum heppnast. Því er mikilvægt að innleiða skilvirka öryggislausn.
Cisco Umbrella er einföld og fljótleg í uppsetningu og ekki þarf að hafa stöðugar áhyggjur af uppfærslum og viðhaldi.
Öryggi á ferðinni
Frelsi til að vinna hvar sem er!
Örugg skýjavæðing
Microsoft 365
Eldveggir
Verndun gagna og vinnuumhverfis