Öryggi

Öryggi

Auknar kröfur um öryggi

Fólk vill hafa aðgang að gögnum sínum hvar sem er, hvenær sem er og á hvaða tæki sem er. Þetta viðhorf ríkir í auknum mæli á vinnustöðum landsins en á sama tíma hafa kröfur um öryggi aldrei verið meiri.

Hættur taka sífellt á sig nýjar myndir og hefðbundnir varnir duga ekki lengur til. Sífellt berast fréttir því að trúnaðarupplýsingar fari á flakk án þess að hægt sé að rekja hver lak þeim, hvert þau fóru og hvernig.

Tilkoma aðgerðarhópa s.s. Anynymous og Wikileaks hafa náð athygli stjórnenda og krafa um aðgangstakmarkanir og rekjanleika eru sífellt að aukast bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum.

Fagleg ráðgjöf

Sensa hefur veitt ráðgjöf og séð um innleiðingar í fjölda krefjandi verkefna á þessu sviði og hluti starfsmanna eru vottaðir til að vinna í viðkvæmustu kerfum landsins.

ÁSKORANIR

  • Tryggja þarf að farið sé að lögum og reglum og kröfum hins opinbera og/eða einkageirans sé mætt (sem dæmi um þetta má nefna reglugerð 598/1999 um rafrænt bókhald og PCI DSS um verndun kortaupplýsinga).
  • Tryggja þarf að réttmætir aðilar geti tengst netinu á öruggan hátt og tryggja þarf að aðgangur starfsmanna sé skráður.
  • Meta þarf hvort hefðbundið notendanafn og lykilorð sé nóg til að verja aðgang að viðkvæmum gögnum.
  • Tryggja þarf að aðgerðir séu skráðar miðlægt og varðveittar á öruggan hátt.
  • Fylgjast verður með óæskilegri netumferð í báðar áttir s.s. frá sýktum vefsvæðum eða tölvum/tækjum starfsmanna og grípa inn í þar sem við á.
  • Tryggja þarf að viðkvæm samskipti séu dulkóðuð.

Þessi upptalning er hvergi nálægt því tæmandi og þarfir viðskiptavina okkar eru mjög ólíkar.

LAUSNIR

Sensa vinnur náið með Cisco, Sourcefire og RSA í öryggistengdum lausnum. Við höfum sett upp öruggar tengingar við útibú um allan heim og gert viðskiptavinum okkar kleift að eiga örugg samskipti á einfaldan hátt. Starfsmenn hafa getað unnið hvaðan sem er og á hvaða tækjum sem er á öruggan hátt. Stærstu og viðkvæmustu netkerfi landsins eru varin með okkar aðstoð. Við höfum sett upp lausnir sem aðstoða viðskiptavini okkar að fá yfirlit yfir og stjórna netumferð. Við fylgjumst vel með því sem er að gerast og hjálpum viðskiptavinum okkar að verjast sífellt breytilegum hættum. Þannig hafa viðskiptavinir okkar fengið forskot á samkeppnina með því að geta boðið nýjar þjónustur og lausnir á öruggan hátt.

ÁVINNINGUR

  • Aukið öryggi
  • Meiri skilvirkni
  • Aukin hagræðing

Við vitum vel að það er ekki til box eða tækni sem leysir öll öryggismál en öryggi verður heldur ekki leyst með orðum á blaði. Við aðstoðum viðskiptavini okkar að nýta tæknina til að styðja við og bæta núverandi viðskiptaferla. Þannig má nota öryggi til þess að auka framleiðni en ekki draga úr henni!

Möguleikarnir eru margir. Komdu í heimsókn og fáðu kynningu á okkar lausnum.

IP símkerfi

Cisco er stærsti framleiðandi í heiminum á netbúnaði og netlausnum. Sensa býður meðal annars IP símkerfi frá Cisco fyrir lítil og stór fyrirtæki.

 

Aðstoð og ráðgjöf

Sendu ráðgjöfum okkar fyrirspurn eða sláðu á þráðinn!

 

Hvað þýðir Sensa?

Sensa er latína og þýðir hvort tveggja hugsun og að fræðast.

Í nafninu liggja gildi félagsins því það er í eðli þeirra verkefna sem félagið tekur að sér að það þarf hugsun og þekkingu til að framkvæma þau þannig að vel megi vera.

 

Þú ert hér: