Power BI
Microsoft
Gagnadrifin ákvarðanataka með Power BI
Gott utanumhald gagna og sýnileiki þeirra er mikilvægur stuðningur við skipulag og stjórnun. Microsoft Power BI gerir endanotendum kleift að lesa inn gögn úr fjölda kerfa og blanda þeim saman á skipulagðan hátt til að veita þeim sjálfum innsýn í þróun og framtíðarhorfur.
Margir hafa hingað til treyst á Excel til að gera slíkar greiningar en með þessum frábæra hugbúnaði frá Microsoft og góðum vinnureglum má ná lengra. Auðvelt er að samþætta þessa lausn við Microsoft 365 eða Dynamics.
Sensa getur lagt grunninn að vel heppnaðri innleiðingu og leiðbeint notendum við áframhaldandi þróun. Við höfum á að skipa mörgum sérfræðingum í gagnagreiningu og getum aðstoðað þig við að ná því besta út úr gögnunum þínum.
Uppsetning og ráðgjöf
- Þarfagreining, leyfismál og öryggisráðgjöf
- Uppsetning grunngagna (t.d. viðskiptavinir og vörulisti)
- Sjálfvirkar uppfærslur gagna í gegnum gagnagátt
- Framsetning, útlitshönnun og lykil mælieiningar
Hagræðing og sýnileiki
- Aukinn sýnileiki upplýsinga óháð undirliggjandi kerfum
- Mögulegur sparnaður í öðrum kerfisleyfum
- Tímasparnaður og áhættuminnkun m.v. Excel
- Auknir möguleikar í myndrænni framsetningu gagna
- Öflugir greiningamöguleikar með skýjaþjónustu Microsoft
- Samþætting við fyrirliggjandi M365/Dynamics umhverfi
Sensa – bakhjarl til framtíðar
- Stuðningur við innri skýrsluhöfunda við áframhaldandi þróun
- Notkun (skýja) gagnavöruhúsa þegar við á
- Gagnahugvekja og kynning Power BI nýjunga
- Undirbúningur gagna