Þröstur Sigurjónsson, leiðtogi viðskiptaþróunar hjá Sensa, ákvað að kynna sér hvaða lausnir væru í boði fyrir heimaskrifstofuna – og deila því með okkur.
Þegar bylgja tvö af Covid hófst, þá hugsaði ég að nú væri tími til að uppfæra aðstöðuna heima þar sem ég myndi vera á fjarfundum allan daginn í óákveðinn tíma. Fram að þessu hafði ég notað vinnufartölvuna í fjarfundi, en hún er mér til hliðar við tölvuna sem ég vinn á að heiman, og var allur orðinn skakkur.
Ég ákvað því að kynna mér hvaða lausnir væru í boði og lærði í leiðinni ýmislegt sem mér langaði að deila með ykkur ef þið væruð í sömu sporum.
Myndavélar
Þegar kemur að myndavélum þá er augljósi kosturinn að notast við vefmyndavél. Það hefur orðið merkilega lítil þróun í þeim á síðustu árum og bestu kaupin í slíkri vél í dag er í raun sama vél og fyrir 8 árum, nema sama vél hefur farið úr 50$ í rúmlega 100$ vegna Covid.
Logitech C920 – hagstæð vefmyndavél
DSLR
Fagmennirnir (“Pro Streamers”) notast allir við DSLR myndavélar við sínar útsendingar, enda mun meiri myndgæði og möguleikar með mismunandi linsur. Það vita það þó ekki allir að þetta sé möguleiki og sitja með flotta myndavél uppi í hillu sem getur gert þig að flottasta(nn) á fjarfundinum. Til að tengja myndavélarnar við tölvuna þarf þó “Capture Card”. Þau eru til í ýmsum útgáfum og verðflokkum en nýjustu myndavélarnar eru jafnvel með þetta innbyggt og gera kortin óþörf.
GoPro
Í raun þá fellur GoPro undir sama hatt og DSLR, en langaði til að taka þann möguleika sérstaklega fram þar sem GoPro vélar hafa góða víðlinsu og hátt “frame-rate” alveg frá GoPro 3 sem getur 720p – 60fps og GoPro 4 sem ræður við 1080p í 120fps sem er langt umfram getu á vefmyndavélum. Það er hægt að finna notaðar GoPro vélar á hagstæðu verði.
Snjallsíminn
Enn önnur aðferðin er sú sem allir hafa aðgang að og það er að nota farsímann sinn sem myndavél. Þetta er hægt að gera bæði yfir WiFi eða með USB snúru eftir þeirri aðferð sem er notuð. Snjallsímarnir eru yfirleitt með mjög góðar myndavélar og hægt er að fá góða niðurstöðu við að nota þessa aðferð, þó er það ákveðnum takmörkunum háð.
Screen Link (iPhone / iPad) – WiFi
Lýsing
Við höfum öll séð góð ráð um hvernig skuli standa að myndfundum og þar kemur alltaf fram að passa skuli upp á lýsingu, t.a.m ekki hafa bak í glugga og svo framvegis. Raunveruleikinn er að það rými sem við aðgang að er ekki endilega með marga möguleika um hvernig við snúum og fáum ljós á okkur. Hinsvegar, þá er hægt að lagfæra það með rétt staðsettum ljósum eða lömpum sem þarf ekki að vera dýr lausn.
Hljóðnemar
Hljóðgæði skipta í raun meira máli en myndgæði á fjarfundum og því er mikilvægt að huga að því. Hljómgæði í vefmyndavélum eru yfirleitt frekar slök, enda fjarlægð frá míkrafón nokkur. Það sama á við um míkrafóna í fartölvum, þó þarf geti munað mjög miklu á gæðum eftir tegund og framleiðanda. Yfirleitt er maður þó betur settur með heyrnartól með míkrafón, sem þá einnig minnka líkurnar á því að hljóð viðmælanda leki í gegn og valdi „echo”. Hljóðnemar þurfa ekki að vera dýrir til að gera mjög mikið og margir þeirra með innbyggt „noise reduction” þó ódýrir séu. Umhverfishljóð er eitthvað sem truflar næstum alla fundi en það eru til nokkrar lausnir sem minnka slíkt verulega og svínvirka. Krisp.ai virkar vel til þess að minnka umhverfishljóð en fyrir eigendur af Nvidia RTX skjákortum, þá er Nvidia Broadcast betri kostur.
Ódýr heyrnartól
Míkrafónn – stefnuvirkur
Hugbúnaður
Krisp.ai
Aukahlutir
Hér er listi yfir nokkra sniðuga aukahluti og hugbúnað sem gætu nýst við að koma upp góðri aðstöðu;
USB Hub with Power Switches – til að slökkva á einstaka hlutum
Tripod – for Webcams and Phones
Logitech G Hub – virkar með Blue Mics
OBS Studio – öflugt tól til að aðlaga mynd og hljóðgæði
All-in!
Eins og með allt, þá er hægt að missa sig í þessu – hér eru nokkrir skrambi góðir hlutir sem allt dellufólk ætti að eiga;
Sennheiser MB Pro 1 UC ML Bluetooth Headset
Rode PodMic Dynamic Podcasting Microphone
Sensa sérhæfir sig meðal annars í fjarfunda- og samskiptalausnum (Cisco Webex, Teams og Sjáumst) sem og samskiptaverslausnum (þjónustuver), búnaði og fleiru fyrir fyrirtæki. Hér er hægt að lesa um góðar samskiptalausnir fyrir fyrirtæki.