Skip to content

Golfmót Sensa haldið í blíðskapar veðri

Veðrið lék við okkur þann 28. ágúst síðastliðinn þegar árlegt golfmót Sensa fór fram í blíðskapar veðri á GR Grafarholti. Keppendur nutu þess að spila á einum af fallegasta og krefjandi golfvelli landsins, þar sem leikgleðin og góð stemning einkenndu daginn.

Keppt var í 4 manna Texas og skapaðist mikil spenna og skemmtileg samvinna á vellinum. Í lok mótsins voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ýmsum flokkum.

Mótið í ár hefur sérstaka þýðingu þar sem þetta var síðasta golfmót Valgerðar sem framkvæmdastjóri Sensa. Hún hefur stýrt félaginu af miklum krafti og elju síðustu 23 ár og lagt sitt að mörkum til að skapa þann góða anda sem einkennir bæði fyrirtækið og viðburði þess.

Mótið tókst einstaklega vel og var greinilegt að keppendur lögðu bæði hjarta og huga í leikinn, þar sem jafnvægi á milli kapps og gleði skapaði frábæra stemningu.

Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt fyrir ánægjulega samveru og skemmtilegan dag á vellinum.

Tengt efni