Gagnastýring sem skapar traust og nýtingu
Við aðstoðum fyrirtæki að fá betri yfirsýn, auka gagnagæði og auka öryggi með gagnastýringu og lausnum byggðum á Microsoft Fabric, Purview og Power BI.
Skýr gagnastefna og rekjanleiki frá upphafi
Gögn skipta máli en aðeins ef þau eru áreiðanleg, vel skipulögð og aðgengileg réttum aðilum. Við styðjum fyrirtæki við að móta og innleiða stjórnkerfi í kringum gögn sem skapa virði og styðja reksturinn.
Hvernig vinnum við með gögn?
Við aðstoðum við uppsetningu og nýtingu Microsoft Fabric til að byggja upp öfluga miðlæga gagnainnviði, samnýtingu gagna og samþætta stýringar.
Við mótum skýra stefnu og tæknilega útfærslu á gagnastjórnun – þar á meðal hver má breyta, hver ber ábyrgð og hvernig gögnin eru nýtt í kringum t.d. persónuverndarreglugerð.
Við kortleggjum og samþættum gagnastreymi innan fyrirtækja, með áherslu á rekjanleika, aðgengi og öryggi í samræmi við lög, reglur og innri kröfur.
Við tengjum gögn við eigendur, deildir og viðskiptaferla – þannig verður ábyrgð skýrari og ákvarðanataka betri.
Við smíðum Power BI skýrslur og mælaborð sem veita rauntímainnsýn í rekstur og styðja við stefnumótun og árangursmat.
Við tengjum gögn frá ólíkum kerfum s.s. Dynamics, SharePoint, Atlassian og sérlausnum – þannig að einfaldara er að taka gagnadrifnar ákvarðanir.
Vafrakökur eru notaðar á vef Sensa er þeim skipt í þrjá flokka. Hér fyrir neðan getur þú lesið um flokkana, samþykkt eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Notkun á vafrakökum gerir okkur því kleift að veita notendum betri upplifun og stuðla að frekari þróun vefsíðunnar. Ef flokkur hefur áður verið samþykktur en er hafnað síðar er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum eftir höfnun. Til viðbótar getur þú séð lista yfir vefkökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafrakökuyfirlýsingunni.