Skip to content

Embætti landlæknis semur við Sensa um hýsingu og rekstur

Embætti landlæknis hefur samið við Sensa um hýsingu og rekstrarþjónustu fyrir miðlægan rekstur upplýsingakerfa og umhverfi. Markmiðið er að tryggja öryggi og framþróun þessara kerfa.

Um 70 manns starfa hjá Embætti landlæknis en það starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu og er ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna. Embættið safnar og vinnur mikið með upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu þannig að öryggi gagna er eitt af forgangsmálum embættisins.

Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig á alþjóðlegan mælikvarða. Sensa leggur mikinn metnað í að bjóða virðisaukandi lausnir með áherslu á öryggi gagna og rekstrarumhverfis. Til að ná því er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila. 

Mynd: Hólmfríður Pálsdóttir, teymisstjóri rafrænna upplýsingakerfa hjá Embætti landlæknis, og Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa.

 

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Framúrskarandi - Sensa

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni fimmtánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Einnig sýnir vottunin fram á

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.