Gagnageymslur

Gagnageymslur

Örugg, sveigjanleg og snjöll gagnageymsla

Gagnadrifinn heimur krefst traustrar og sveigjanlegrar geymslu. Hjá Sensa bjóðum við snjallar geymslulausnir sem styðja við daglegan rekstur og vaxa með þörfum fyrirtækisins. Hvort sem um ræðir gagnagrunna, óstrúktúruð gögn eða blöndu af hvoru tveggja, tryggjum við örugga og skilvirka meðhöndlun gagna.

Af hverju að velja geymslulausnir frá Sensa?

Við hönnum lausnir í takt við rekstur þinn – engar hilluútgáfur, heldur raunhæfar lausnir byggðar á þínum verkefnum, reglum og árangri.

Hvort sem þú geymir gögn á staðarneti, í skýinu eða í samblandi beggja, færðu sveigjanleika og yfirsýn með samþættum lausnum.

Við notum öflugan vélbúnað og snjalla gagnastýringu til að tryggja skjótan aðgang að gögnum, lágmarks niður í tíma og innbyggða tvítryggingu.

Afritun, aðgangsstýring, dulkóðun og samræmi við reglugerðir – allt til þess að gögnin þín séu örugg og í réttu lagi.

Með afritunarsamruna, samþjöppun og stigskiptri geymslu nýtum við plássið betur og lækkum kostnað – án þess að fórna afköstum.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500