Skip to content
Sensa-Logo-RGB-Original 3
7. október
14:00 - 16:00
Lyngháls 4
Skráning opin
Gagna öryggi
Vernd
Öryggisvöktun

Öryggi á erindi við alla

Öryggi upplýsingakerfa er lykilatriði til að tryggja rekstur, vernda viðkvæm gögn og upplýsingar. Við hjá Sensa bjóðum heildstætt öryggislausnaframboð sem við getum aðlagað að þínum rekstri – hvort sem þú ert að verja innviði, netkerfi eða viðkvæmar upplýsingar.

Mikilvægi upplýsingaöryggi

Margt þarf að hafa í huga þegar kemur að öryggi upplýsinga. Sensa hefur úrval þjónustu og búnaðar sem tryggir eftirfarandi:

  • Vöktun og viðbragð: Greining og viðbrögð í rauntíma.

  • Aðgangsstýringar og auðkenningarlausnir: Til að tryggja að rétti notandinn hafi réttan aðgang á réttum tíma.

  • Gagnaöryggi og varnir gegn árásum: Vernd gegn gagnaleka, innbrotum og spilliforritum.

  • Ráðgjöf og reglulegt öryggismat: Sértæk úttekt og ráðleggingar sérfræðinga okkar.

Við leggjum áherslu á að bjóða lausnir sem eru bæði öruggar og notendavænar – þannig getur fyrirtækið þitt einbeitt sér að kjarnastarfseminni.

Góðir gestir mæta til okkar

Við fáum góða gesti til okkar í heimsókn. Ambaga ætlar að deila með okkur reynslusögum á innbrotaprófunum. Í fyrirlestrinum Hvernig á EKKI að framkvæma Pen-Test verður farið yfir sögur af áhugaverðum og stundum misheppnuðum öryggisprófunum. Það er fátt sem getur gjörsamlega rústað deginum þínum jafn örugglega og illa framkvæmd öryggisúttekt, en á léttum nótum munum við skoða hvernig er hægt að fyrirbyggja slík vandamál og hafa meira gagna af þeim.

Nanitor ætlar að fjalla um dæmisögur frá viðskiptavinum út frá ólíkum hlutverkum – frá stjórnendum til tækniteyma. Hún sýnir hvernig öryggisseigla fléttast inn í daglegt starf og hjálpar fyrirtækjum að draga úr áhættu, uppfylla kröfur og styrkja getu sína til að mæta nýjum áskorunum.

Kynningarfundur - öryggislausnir Sensa

Deila viðburð

Fram koma

Framkvæmdastjóri

Guðmundur Stefán Björnsson

Öryggisstjóri

Steingrimur Óskarsson

Netrekstur/Innviðir

Guðmundur Þór Jóhannsson

Ambaga

Bergsteinn Karlsson

Nanitor

Inga María Backman

Sensa

Guðbjarni Guðmundsson

Dagskrá

14:00-14:15

Opnun fundarstjóra - kynning á Sensa

14:15-14:35

Öryggisvegferð fyrirtækja og lausnaframboð Sensa

14:40-15:00

Hvernig á EKKI að framkvæma Pen-Test

15:00-15:15

Kaffihlé

15:15-15:35

Gagnlegar öryggislausnir, sem oft gleymast

15:35-15:45

Varaleið um gervihnattasamband

15:45-16:00

Öryggisseigla í verki – reynslusögur frá viðskiptavinum Nanitor

16:00-17:30

Léttar veigar og veitingar