
Við hjá Sensa tengjum saman það sem skiptir máli og aðstoðum fyrirtæki við að ná betri árangri með því að nýta tækni á skynsaman, hagkvæman og öruggan hátt. Í stað þess að bæta sífellt við nýjum og flóknum kerfum leggjum við áherslu á að hámarka virði þess sem þegar er til staðar.
Sérfræðingar okkar byrja á að meta umfang verkefna í samstarfi við viðskiptavini okkar. Með þessu er hægt að taka upplýstar ákvarðanir sem draga úr sóun og beina kröftum að þeim verkefnum sem skipta mestu máli. Við greinum ferla til þess að sjá hvar álag og óskilvirkni liggur, samþættum kerfi, hreinsum og löguð gögn og sjálfvirknivæðum þar sem það skiptir máli. Þannig tengjum við allt saman í heild sem einfaldar reksturinn, minnkar sóun og sköpum forsendur að tækni eins og gervigreind virki eins og hún á að gera.
Við forritum og útfærum tæknilausnir sem eru sérsniðnar að þörfum notenda og markmiðum viðskiptavina okkar. Allt þetta gerum við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, því það er lykilatriði að lausnirnar passi við raunverulegt starfsumhverfi til þess að skila árangri. Við leggjum jafnframt sérstaka áherslu á að nýta þau kerfi og leyfi sem fyrir eru, og draga þannig úr kostnaði og flækjustigi þegar það á við. Þannig byggjum við upp skilvirkari og einfaldari rekstur.
Að auki höfum við aðgang að einni öflugustu sérfræðieiningu Norðurlanda í gervigreind og sjálfvirkni í gegnum móðurfélag okkar. Þar býr gríðarleg reynsla sem við nýtum beint inn í verkefnin sem skilar viðskiptavinum okkar ómetanlegum ávinningi.
Við styðjum við stafrænar umbætur með því að:
- Sjálfvirknivæða ferla og nýta gervigreind til úrlausnar á verkefnum.
- Nútímavæða eldri kerfi og innleiða árangursríka stjórnarhætti (Governance).
- Samræma stafrænar umbætur við stefnur og ferla sem eru til staðar.
- Losna við síendurtekin verkefni sem skapa álag með sjálfvirknivæðingu.
- Greina ferla til að finna tækifæri á stafrænum umbótum.
- Höldum vinnustofur til að fá stöðumat á tæknilegu umhverfi fyrirtækja.
- Umfangsmeta verkefni með arkitektum til að skoða hvernig sé best að nálgast einstök stafræn verkefni með tilliti til tíma, kostnaðs og umfangs.



