
Sjálfvikni
Gervigreind
Nýting gagna
Fræðsla
DevOps hjá Sensa
Sveigjanlegir innviðir og traust samvinna við teymi
Við styðjum teymi við að byggja upp sjálfbæran og skalanlegan rekstur með Kubernetes. DevOps teymi Sensa vinnur þétt með tölvudeildum eða tekur að sér reksturinn í heild, allt eftir þörfum fyrirtækja.
Viðskiptavinir okkar fá þann hraða, öryggi og sveigjanleika sem nútímalegur rekstur krefst — hvort sem innviðir eru hýstir hjá þeim sjálfum í innlendu gagnaveri eða í skýinu.

Hvað gerum við?
Vinnum þétt með þróunarteymum til að styðja ferla og hraða afhendingu á hugbúnaði
Setjum upp Kubernetes-umhverfi fyrir þróun og í raunumhverfi
Smíðum CI/CD ferla með sjálfvirkum prófunum og gæðaskoðunum
Notum Infrastructure as Code (t.d. Terraform, Bicep)
Innleiðum öflugar öryggis- og aðgangsstýringar
Samþættum við GitHub, Atlassian, Azure DevOps o.fl.
Fræðum og styðjum teymi með best practices og handleiðslu
Hvernig vinnur Devops teymi Sensa
Við vinnum náið með forritunarteymum, við skiljum vinnulag þeirra, styðjum þau tæknilega og pössum upp á að rekstrarumhverfið styðji þróun og hraða afhendingu afurða til notanda.
Við hönnum og setjum upp Kubernetes umhverfi fyrir bæði þróun og raunumhverfa, með áherslu á sveigjanleika, skalanleika og sjálfbærni í rekstri.
Við smíðum CI/CD ferla sem styðja samfellda þróun, prófanir og gæðastýringu – með sjálfvirkum gæðaskoðunum og ferlum sem hægt er að endurtaka.
Við straumlínulögum innviði með kóða t.d. með Terraform til að auka sjálfvirkni.
Við innleiðum öruggt verklag í þróun og rekstri, þar á meðal útgáfustýringu og aðgangsstýringar.
Við vinnum með kerfum eins og Atlassian, GitHub og Azure DevOps – til að rekstrarumhverfið passi við verkferla teyma.
Við styðjum við teymi með fræðslu, handleiðslu og „best practices“ – svo þau geti viðhaldið lausnum sjálfstætt.
Viltu vita meira?
