Skip to content
Um Sensa
.
Framúrskarandi - Sensa

Sensa er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að nýta tæknina til að styrkja rekstur sinn, auka öryggi og ná markmiðum sínum.   

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og styðjum þá í þeirra lausnavali, hvort sem það eru innviðir hér á landi eða í skýinu. Öryggi og traustur rekstur eru grunnurinn sem við byggjum á, og með ráðgjöf, þjónustu og sérþekkingu okkar gerum við stafrænar umbætur og umbreytingar mögulegar. Þannig skapast sá sveigjanleiki og framþróun sem þarf til að ná árangri í síbreytilegu rekstrarumhverfi. 

Frá upphafi höfum við verið í fararbroddi í þróun netkerfa og þjónustuframboð okkar nær yfir netkerfi, hýsingu, rekstrarþjónustu, forritun á hugbúnaðarlausnum, netöryggi og tæknilegri ráðgjöf – allt sérsniðið að þörfum hvers og eins. 

Það sem skiptir okkur mestu máli er að byggja upp traust og varanleg tengsl. Okkur er ekki sama. Við hlustum, leggjum okkur fram og vinnum með fagmennsku og einlægni að því að finna lausnir sem henta. Með öflugu teymi sérfræðinga, sterku baklandi móðurfélagsins og öflugum tengslum við fjölda birgja   höfum við burði til að mæta flóknum áskorunum viðskiptavina. 

 

Framkvæmdastjóri Sensa er Valgerður Hrund Skúladóttir.

 

 

Stjórnarformaður Sensa er Melissa Mulholland og meðstjórnendur eru Rune Syversen og Jon Birger Syvertsen.

 

Stjórn Sensa