
Rauntímavöktun 24/7
Fyrirsjáanlegur kostnaður
Rekstraröryggi
Aukin afköst
netVIST – nútímalegur rekstur netkerfa
netVIST Sensa er netrekstrarþjónusta sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum, óháð staðsetningu, fjölda starfsstöðva og tryggir að netreksturinn vaxi í takt við rekstur fyrirtækja. netVIST Sensa er þjónusta til fyrirtækja sem gera kröfur um öruggan, skilvirkan og hagkvæman netrekstur. Þjónustan byggir á næstu kynslóð netbúnaðar, miðlægri þjónustu og uppsetningu sem tryggir öruggan netrekstur fyrirtækja.
Sensa sér um rekstur, ábyrgð og eftirlit á netbúnaði í netumhverfi fyrirtækja sem byggir á SD-WAN hugbúnaðartækni sem gerir sérfræðingum okkar kleift að bregðast við atvikum í rauntíma og hámarka um leið rekstraröryggi og afköst í netkerfinu.
Með netVIST Sensa geta fyrirtæki náð fram auknum sveigjanleika og rekstrarhagræðingu ásamt því að hámarka notendaupplifun fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

- Fyrsta flokks netbúnaður
- Eldveggir, netskiptar og aðgangspunktar fyrir þráðlaust net
- Rekstur, ábyrgð og eftirlit á netbúnaði
- Rekstur á þráðlausu neti
- Rauntímavöktun allan sólarhringinn, allan ársins hring
- Aðgangur að tækniborðsþjónustu og ráðgjöf sérfræðinga Sensa
- Fyrirsjánlegur rekstrarkostnaður
- Hagkvæmni – Engin stofnkostnaður
- Meiri afköst og skalanleiki netkerfis
- Aukið rekstraröryggi
- Netrekstur sem vex með fyrirtækinu
- Fyrirtæki með margar starfsstöðvar og vilja sameina rekstur netkerfis yfir margar verslanir, húsnæði, skrifstofur eða útibú. T.d smásölukeðjur, heilbrigðisþjónustu, menntastofnanir, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv.
- Fyrirtæki í vexti eða breytingum og vilja bæta við útibúum, breyta um aðstöðu eða vaxa án þess að þurfa hanna nýtt netkerfi frá grunni.
- Fyrirtæki sem gera kröfur um rekstraröryggi og miðlæga eldveggjaþjónustu þar sem öll netumferð er dulkóðuð óháð netlagi.
- Fyrirtæki sem vilja einbeita sér að sinni kjarnastarsemi og draga úr innanhúss álagi eins og hjá starfsfólki tæknideilda.
- Fyrirtæki sem vilja komast hjá stofnkostnaði á kostnaðarsömum netbúnaði, leyfum, stýrikerfum eða öðrum netinnviðum og greiða þess í stað mánaðargjald að slíku rekstrarumhverfi.
- Fyrirtæki sem glíma við hægar, kostnaðarsamar og óstöðugar nettengingar en lausnin býður uppá hagkvæman valkost til fyrirtæki sem standa frammi fyrir þeim áskorunum.
- Fyrirtæki sem gera kröfur um þjónustuaðila með vottanir sem uppfylla kröfur reglugerða eins og NIS 1, NIS 2 eða DORA

Algengar spurningar:
Fyrirtæki greiða hagstætt mánaðarlegt mánaðargjald sem byggir á fjölda tækja og umfangs reksturs.
Nei. Allur netbúnaður og miðlægt umhverfi er í eigu og umsjón Sensa og innifalinn í þjónustunni.
Sensa sér alfarið um viðhald, reglubundið eftirlit og uppfærslur á netbúnaði.
Já. netVIST Sensa er óháð fjarskiptaveitum og virkar með hvaða nettengingu sem er.
Já, netVIST er sérstaklega hentug fyrir fyrirtæki með margar staðsetningar.
Þjónustan er skalanleg – auðvelt er að bæta við búnaði og aðlaga þjónustuna eftir þörfum.
Villtu vita meira?
