Sensa hefur verið valið samstarfsaðili ársins þriðja árið í röð hjá Fortinet. Við höfum sýnt hversu öflugt teymi við erum þegar það kemur að netöryggi.
Okkar fókus á sölu- og innleiðingu á samblöndu af IT og OT öryggi hefur hjálpað fjölmörgum af mikilvægustu fyrirtækjum landsins með flóknar þarfir að tryggja betur upplýsingakerfi sín.
Þess má einnig geta að Sensa átti Champion of the Year 2024, Bergstein Árnason. Bergsteinn var á liðnu ári leiðandi í öryggisráðgjöf og innleiðingu lausna fyrir OT kerfi. Frumkvæði, þjónustulund og metnaður voru einkunnarorð viðskiptavina um Bergstein.

Við erum stolt af okkar fólki og að hljóta þessa viðurkenningu hjá Fortinet þriðja árið í röð.