Skip to content

Sensa styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Sensa hefur um árabil haldið í hefðir. En nú kemur að því að hefðir breytast og í ár ætlum við að breyta einni hefð og hefja nýja. Við höfum tekið ákvörðun um að gefa jólagjafir í nafni viðskiptavina Sensa í góðgerðarmál. Börn og unglingar eru ofarlega í huga þegar kemur að styrktarmálum hjá Sensa og hlýtur Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 1.000.000 krónur í styrk. Við kunnum okkar viðskiptavinum miklar þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla.

Frá Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna:

SKB styður börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á ári. Þegar það gerist verður öll fjölskyldan fyrir áfalli og þarf á stuðningi að halda. 

SKB greiðir fyrir ýmiss konar stuðning, s.s. sálfræðimeðferðir, sjúkraþjálfun, almenna heilsurækt og endurhæfingu, en býður líka upp á félagsstarf og jafningjastuðning fyrir foreldra barna í krabbameinsmeðferð og margskonar félagsstarf og dægrastyttingu.

Við þökkum kærlega fyrir myndarlegan styrk sem mun nýtast til að styrkja börn í aðstæðum sem enginn vill vera í. 

Deila á

Facebook
LinkedIn
Twitter
Email

Tengt efni

Framúrskarandi - Sensa

Sensa er Framúrskarandi fyrirtæki

Sensa tók við Framúrskarandi vottuninni fimmtánda árið í röð. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er vottun um heilbrigða starfsemi í hraustum rekstri. Einnig sýnir vottunin fram á

Morgunverðarfundur með F5 hjá Sensa

Sensa í samstarfi við Arrow bjóða til morgunverðarfundar með F5 þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Fundurinn verður haldiinn að Lynghálsi 4, 5. hæð og er skráning

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.