fbpx
Leit
Öryggi - Sensa
18021
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-18021,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,side_menu_slide_with_content,width_270,qode_popup_menu_push_text_right,qode-theme-ver-17.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.6,vc_responsive
 

Öryggi

Örugg samskipti

Sensa hefur mikla reynslu af því að tryggja örugg samskipti á einfaldan hátt. Að geta unnið hvaðan sem er og á hvaða tæki sem er á öruggan hátt er ekki alltaf tryggt.

Sensa fylgist vel með því sem er að gerast og hjálpar viðskiptavinum sínum að verjast sífellt breytilegum hættum. Við nýtum tæknina til að styðja við og bæta núverandi viðskiptaferla. Þannig má nota öryggi til þess að auka framleiðni en ekki draga úr henni.

 

Möguleikarnir eru margir – komdu í heimsókn og fáðu kynningu á okkar lausnum.

Öruggar uppfærslur

Meiri skilvirkni

Aukin hagræðing

Netöryggi

Auðkenningar

DUO Security

Cisco AnyConnect

Cisco ISE

PaloAlto Globalprotect

FortiClient

FortiAuthenticator

Microsoft MFA

RSA

Eftirlitskerfi og Þjónusta

Tölvupóstur

Fræðsla

VILTU RÁÐGJÖF?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann

Öryggishugvekja fyrir starfsfólk

Daglega dynja á fyrirtækjum ógnir og óværur sem gjarnan ganga út að starfsmenn “bíti á agnið”. Sensa býður fyrirtækjum upp á svokallaða öryggishugvekju fyrir starfsfólk fyrirtækja þar sem farið er yfir upplýsingaöryggi.

  • Okkur er treyst fyrir gögnum fyrirtækisins og viðskiptavina
  • Gögnin eru verðmæti
  • Óværur dynja á okkur sem skapa verðmæti fyrir tölvuþrjóta
  • Í daglegum störfum getur lítil yfirsjón valdið miklu tjóni

 

Hugvekjan er ekki tæknilegs eðlis heldur er áherslan á dagleg störf, hvernig þau snerta ýmis atriði sem varða upplýsingaöryggi, hvað fyrirtæki eru að gera til að varna því að verða fyrir frávikum og hvað starfsmenn þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að verja gögn og eignir fyrirtækja.

 

Hugvekjan er um 20-30 mínútur með spurningum og hentar vel við ýmis tækifæri þegar starfsmenn koma saman, t.d. í morgunverðarkaffi eða hádegismat. Hugvekja um upplýsingaöryggi á alltaf vel við en tækifærið getur hentað sérstaklega vel ef fyrirtæki eru að innleiða eða skerpa á ferlum, eða að innleiða nýja tækni sem snýr að öryggismálum.

 

Nánari upplýsingar í síma 425 1715 eða á sala@sensa.is.

Þessi síða notar vafrakökur
Samþykkja
Þessi síða notar vafrakökur
Samþykkja