Skip to content

Öryggi

Gögn, samskipti og uppfærslur

Örugg samskipti

Sensa hefur mikla reynslu af því að tryggja örugg samskipti á einfaldan hátt. Að geta unnið hvaðan sem er og á hvaða tæki sem er á öruggan hátt er ekki alltaf tryggt.

Sensa fylgist vel með því sem er að gerast og hjálpar viðskiptavinum sínum að verjast sífellt breytilegum hættum. Við nýtum tæknina til að styðja við og bæta núverandi viðskiptaferla. Þannig má nota öryggi til þess að auka framleiðni en ekki draga úr henni.

Óværur dynja á okkur á daglega, skapaðar af tölvuþrjótum í leit að upplýsingum sem þeir geta síðar selt. Því er afar mikilvægt að við hugum vel að öryggi gagna og samskipta, því hvort tveggja eru verðmæti sem okkur ber að verja. 

Sérfræðingar í öryggi tæknimála

Við erum sérfræðingar í öryggi tæknimála og viljum gjarnan hjálpa þér, þannig að öll samskipti og gögn eru örugg. 

Möguleikarnir eru margir – komdu í heimsókn og fáðu kynningu á okkar lausnum. Við erum með lausnir sem henta bæði stórum sem smáum fyrirtækjum, frá heimsþekktum hugbúnaðarfyrirtækjum á borð við Microsoft

Á ferðinni

Gagnaver

Skýið

Skrifstofan

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Öryggið

Microsoft 365

office 365 öryggi

Ertu í öruggum höndum?

Öryggi upplýsinga skiptir okkur miklu máli. Í Microsoft 365 er fjöldi lausna sem nota má til að auka öryggi.
Sensa sérhæfir sig í öryggislausnum Microsoft 365

Stýra þarf öryggi varðandi aðgengi starfsmanna, aðgengi ólíkra tækja og þeirra upplýsinga sem vistaðar eru í kerfinu. 

Tryggja þarf að óviðkomandi aðilar komist ekki í gögnin og draga úr þeirri áhættu að starfsmenn geri mistök í meðhöndlun upplýsinga.

Sérfræðingar Sensa veita ráðgjöf við val á öryggislausnum Microsoft 365, uppsetningu, eftirliti og stillingum. Hjá þeim fyrirtækjum sem eru nú þegar byrjuð að nýta sér þjónustu Microsoft 365 er farið yfir núverandi uppsetningu á umhverfinu og lögð fram tillaga að útbótum.

Nánari upplýsingar um öryggislausnir Microsoft 365 má sjá á vefsíðu Microsoft Enterprise mobility + security

Margþátta auðkenning eða MFA

Hvað er margþátta auðkenning?

Hvernig virkar margþátta auðkenning?

Skilaboð eru send í símann þinn sem þú þarft að staðfesta til að innskráningin gangi. Síminn þarf því að vera við hendina. Með þessu móti nægir ekki að vera með notendanafn og lykilorðið heldur þurfa óprúttnir aðilar líka að vera með síma viðkomandi.

Hægt er að velja hvort skilaboðin komi í formi SMS, símtals eða í app sem sett er upp á símann.

Mismunandi útgáfur margþátta auðkenningar

Öllum Microsoft 365 leyfum fylgir MFA. Ef auðkenningin á að ná út fyrir Microsoft 365 umhverfið er mikilvægt að skoða aðrar leiðir sem í boði eru. Microsoft býður upp á “on-premises” lausn af MFA, en ef tryggja þarf umhverfi með blöndu af “on-premises” og skýjalausnum eru aðrar lausnir í boði sem gætu hentað betur.

Sensa veitir ráðgjöf varðandi margþátta auðkenningu

Nánari upplýsingar um hvernig tveggja þátta auðkenning Microsoft virkar má finna hér og upplýsingar um ólíkar útgáfur Microsoft lausnarinnar  finnur þú hér 

Átt þú afrit?

Þarf ég að afrita gögnin í Microsoft skýinu?

Stutta svarið er já! – Microsoft ber ekki ábyrgð á afritun gagna.

Microsoft sér til þess að gögnin séu aðgengileg og að þau séu margföld (e. replication). Ef gagnatap á sér stað t.d. vegna mistaka starfsmanns eða ef vírus skemmir gögnin þín þá endurspeglast sú breyting yfir á aðra vistunarstaði. Microsoft hefur í sumum tilfellum getað endurheimt hluta af gögnum en ábyrgist ekki að slíkt sé hægt.

Það er því er mikilvægt að taka eigið afrit.
Skoðaðu afritunarlausnir í Microsoft 365 hér.

Microsoft ber ábyrgð á:

Viðskiptavinur ber ábyrgð á:

Frekari upplýsingar um þjónustu Sensa á sviði öryggismála finnur þú hér.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.