Skip to content

HVAÐ EF...?

Ertu með þitt á hreinu?

Öflugar varnir Microsoft 365

Microsoft 365 (áður Office 365) öryggisvarnirnar eru í stöðugri þróun. 

Við vitum öll hversu mikilvæg og viðkvæm gögnin okkar eru. Þess vegna er gott að staldra við og hugsa “hvað ef” eitthvað kæmi fyrir.

Öryggisafritun

Hvað ef gögnin mín tapast?

Mælt er með þvi að afrita gögnin í Microsoft skýinu. Microsoft ber ekki ábyrgð á afritun gagna. 

Microsoft sér til þess að gögnin séu aðgengileg og að þau séu margföld (e. replication). Ef gagnatap á sér stað t.d. vegna mistaka starfsmanns eða ef vírus skemmir gögnin þín þá endurspeglast sú breyting yfir á aðra vistunarstaði. Microsoft hefur í sumum tilfellum getað endurheimt hluta af gögnum en ábyrgist ekki að slíkt sé hægt. 

Það er því mikilvægt að þú takir þitt eigið afrit. 

Microsoft ber ábyrgð á:

Viðskiptavinur ber ábyrgð á:

Margþátta auðkenning

Hvað ef tölvu er stolið?

Microsoft 365 býður upp á margvíslegar öryggisstillingar. Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda upplýsingar í skýinu er notkun margþátta auðkenningar. 

Öllum Microsoft 365 leyfum fylgir margþátta auðkenning (MFA).  Microsoft býður einnig upp á “on-premises” lausn. 

Hvað er margþátta auðkenning?

Hvernig virkar margþátta auðkenning?

Skilaboð eru send í símann þinn sem þú þarft að staðfesta til að innskráningin gangi. Síminn þarf því að vera við hendina. Með þessu móti nægir ekki að vera með notendanafn og lykilorðið heldur þurfa óprúttnir aðilar líka að vera með síma viðkomandi.

Hægt er að velja hvort skilaboðin komi í formi SMS, símtals eða í app sem sett er upp á símann.

Leynist tölvuþrjótur í póstinum þínum?

Hvað ef það er brotist inn í tölvukerfið?

Til að óviðkomandi aðilar komist ekki í tölvukerfið þarf að draga úr þeirri áhættu sem fyrir hendi er. Stýra þarf öryggi varðandi aðgengi starfsfólks, aðgengi ólíkra tækja og þeirra upplýsinga sem vistaðar eru. 

Í Microsoft 365 eru margar lausnir sem nota má til að auka öryggi. 

Skipulag í skýinu

Hvað ef það tekur langan tíma að finna skjöl?

Microsoft 365 fylgja margar lausnir sem auðvelda samvinnu og auka upplýsingaflæði. Til að þessar lausnir nýtist sem best þarf að huga að skipulagi upplýsinga áður en þau eru flutt í skýið. 

Sensa ráðleggur fyrirtækjum að útbúa upplýsingakort sem sýnir á myndrænan hátt skipulag lykilupplýsinga fyrirtækis. 

Skýrt skipulag tryggir flæði á réttan og öruggan hátt og tíminn sem fer í leit styttist umtalsvert. 

 

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.