- LAUSNIR OG ÞJÓNUSTA
- UM SENSA
- FYRIRTÆKIÐ
- MANNAUÐUR
- HAFA SAMBAND
- English
Menu
Microsoft 365 fylgja margar lausnir sem auðvelda samvinnu starfsmanna og auka upplýsingaflæði. Hjá Sensa starfar fjöldi sérfræðinga sem vísa þér rétta leið.
Til að þessar nýju lausnir nýtist sem best þarf að huga að skipulagi upplýsinga áður en þau eru flutt í skýið. Sé skipulag upplýsinga skýrt flæða upplýsingar til starfsmanna á réttan og öruggan hátt og sá tími sem fer í upplýsingaleit styttist umtalsvert. Markmiðið er alltaf að notkun lausnanna verði eins einföld hægt er. Til að það náist skiptir góður undirbúningur öllu.
Til að auka yfirsýn og einfalda flutninginn í skýið ráðleggur Sensa fyrirtækjum að útbúa upplýsingakort.
Upplýsingakortið sýnir á myndrænan hátt skipulag lykilupplýsinga fyrirtækis.
Ráðgjafar Sensa hitta starfsmenn á vinnufundi þar sem farið er almennt yfir verklag, verkefni og skipulag starfseminnar. Ráðgjafarnir vinna síðan úr þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og setja saman í upplýsingakort fyrirtækisins.
Kortið sýnir hvar lykilupplýsingar fyrirtækisins liggja og hvernig verkefnahópar, vöruþróunarhópar og önnur teymi innan fyrirtækisins haga sínu skipulagi. Viðkvæmar upplýsingar sem t.d. heyra undir GDPR, lög um persónuvernd, eru flokkuð og aðgangi að þeim stjórnað á viðeigandi hátt.
Sensa aðstoðar við gerð viðmóts í Microsoft 365 til að einfalda aðgengi að upplýsingum.
Viðmótið gefur betra yfirlit yfir svæði og hópa innan Microsoft 365. Verkefnasvæði eru flokkuð sérstaklega, svæði fyrir teymi, vöruþróunarhópa o.s.frv. Viðkvæmar upplýsingar sem t.d. heyra undir GDPR, lög um persónuvernd, eru flokkuð og aðgangi að þeim stjórnað á viðeigandi hátt. Einfalt er að breyta viðmótinu og nýta það sem innri vef fyrirtækja.
Microsoft 365 býður upp á margar mismunandi öryggisstillingar til að vernda upplýsingar. Ráðgjafar Sensa hafa víðtæka þekkingu á öryggismálum og geta gefið fyrirtækjum góð ráð sem henta hverju sinni.