Aukið öryggi með margþátta auðkenningu
Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda upplýsingar er notkun margþátta auðkenningar. Margþátta auðkenning (e. Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera.
DUO Security verður hluti af CISCO
Cisco hefur tilkynnt að þeir stefni að kaupum á Duo Security. Þar með bætist DUO auðkenning í fjölbreytta lausnaflóru Cisco.
Sjá nánar í fréttatilkynningu frá DUO security.
DUO er skýjaþjónusta sem býður margþátta auðkenningu. DUO virkar ofan á hefðbundna auðkenningu (s.s. lykilorð eða AD auðkenningu) og vinnur með kerfum fyrirtækja.
Auðkennt er með snjalltæki, tokens, sms eða símtali.
Auðvelt að setja upp á snjallsímum
Innskráning með einum smelli
Virkar með hefðbundinni auðkenningu
Sensa er samstarfsaðili DUO og veitir ráðgjöf varðandi margþátta auðkenningu
Sensa er MSP (e. Managed Service Provider) samstarfsaðili DUO og hefur víðtæka þekkingu í netöryggismálum. Sérfræðingar Sensa veita ráðgjöf varðandi margþátta auðkenningu og styðja viðskiptavini í innleiðingu DUO. Tækniþjónustan veitir aðstoð við daglegan rekstur lausnarinnar.
Víðtæk þekking á öryggismálum
Reynsla af innleiðingu DUO
DUO virkar með öllum helstu skýjaþjónustum
DUO er einnig hægt að samþætta við On-Premises vefpóst (OWA) auk fleiri kerfa. DUO virkar með öllum lausnum sem nota RADIUS auðkenningu, svo sem VPN o.fl.
Öflugt forritunarviðmót (API) fylgir sem nota má fyrir sérhæfðar lausnir.
VILTU RÁÐGJÖF?
Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann