Skip to content

Margþátta auðkenning​

sensa duo auðkenning

Margþátta auðkenning tryggir aukið öryggir

Einn af mikilvægustu öryggisþáttunum til að vernda upplýsingar er notkun margþátta auðkenningar. Margþátta auðkenning (e. Multi Factor Authentication – MFA) er þegar þú skráir þig inn á hefðbundinn hátt með notandanafni og lykilorði en þarft jafnframt að staðfesta á annan hátt að þú sért sá sem þú segist vera.

Með DUO auðkenningu eykur þú þannig öryggi gagna þinna og verð þig gegn óæskilegum heimsóknum. DUO er framúrskarandi hugbúnaður á þessu sviði og við getum aðstoðað þig við að setja upp auðkenningu sem tryggir aukið öryggi. 

DUO Security verður hluti af CISCO

Cisco hefur tilkynnt að þeir stefni að kaupum á Duo Security. Þar með bætist DUO í fjölbreytta lausnaflóru Cisco.
Sjá nánar í fréttatilkynningu frá DUO security.

Við hjá Sensa erum með gull vottun hjá Cisco. Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni Sensa í netkerfum, samskiptalausnum, öryggi og þjónustu, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylla strangar kröfur Cisco. 

Cisco

Hvað er DUO?

DUO er skýjaþjónusta sem býður margþátta auðkenningu. DUO auðkenning virkar ofan á hefðbundna auðkenningu (s.s. lykilorð eða AD) og vinnur með kerfum fyrirtækja.

Auðkennt er með snjalltæki, tokens, sms eða símtali. DUO er þannig afar einfalt og þægilegt í notkun. Við getum aðstoðað þig við að setja upp DUO auðkenningu. 

DUO virkar með öllum helstu skýjaþjónustum

DUO er einnig hægt að samþætta við On-Premises vefpóst (OWA) auk fleiri kerfa.  DUO auðkenning virkar með öllum lausnum sem nota RADIUS auðkenningu, svo sem VPN o.fl.

Öflugt forritunarviðmót (API) fylgir sem nota má fyrir sérhæfðar lausnir.

sensa duo cloud

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.