Skip to content

Verint upptökulausn fyrir TEAMS

Rekjanleiki skilaboða einfaldaður

Samskipti og vinnuaðferðir hafa þróast mikið á undanförnum árum. Mörg fyrirtæki hafa nýtt tæknina til að aðlagað sig að breytingum með því að gera starfsmönnnum sínum kleift að geta átt góð samskipti sín á milli óháð staðsetningu. 

Microsoft Teams hefur náð mikilli útbreiðslu sem verkfæri fyrir starfsmenn til að eiga í samskiptum á fjölbreyttan hátt eins og með símtali, fjarfundi, skilaboðum og/eða hópavinnu. 

Mörg fyrirtæki hafa þörf fyrir að samtöl starfsmanna og viðskiptavina séu í upptöku, hvort að það sé vegna lagalegra kvaða, gæðamála eða rekjanleika samskipta. 

Í Microsoft Teams hafa viðskiptavinir tvo valkosti til þess að taka upp samskiptin. Annarsvegar býður Sensa skýjalausn og hinsvegar að viðskiptavinir hafi valmöguleika að hýsa sína upptökulausn sjálfir. 

Verint upptökulausnin

Verint er vottaður samstarfsaðili Microsoft þegar kemur að vali á upptökulausn fyrir Microsoft Teams. 

Lausnin gerir kleift á einfaldan hátt að taka upp, vista og greina upptökur, þvert á samskiptaleiðir innan TEAMS, s.s. símtöl, skrifaðan texta (Chat), skjá deilingar og video streymi.

Skýjalausn

Samþætt við M365 Tenant viðskiptavinar til þess að einfalda notendaumsýslu, halda núverandi aðgangsstýringum og öryggi.

Upptökulausn

Sett upp í umhverfi viðskiptavinar.

Miðlæg geymsla og aðgangsstýring

Sensa hefur boðið og þjónustað upptökulausnir frá Verint í yfir 15 ár. Nýjasta viðbótin er skýjaþjónusta (SaaS) útfærsla í samstarfi við Verint. Upptökur eru vistaðar og geymdar miðlægt, þar sem auðvelt er að aðgangstýra hver getur hlustað og skoðað upptökur. 

Einnig er hægt að stilla geymslutíma á upptökum eftir þörfum og út frá lagalegum þáttum s.s. hvort þarf að geyma gögn í vist langan tíma eða hvort ekki megi vista upptökur lengur en t.d. 90 daga.

Ýmsar útfærslur eru í boði varðandi vistun gagna, t.d. á eigin vélum (On-Prem) eða nýta Microsoft Azure Cloud.

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.