Skip to content

Réttindaskýrsla

Réttinda- og gagnamagnsskýrsla fyrir Sharepoint

Vantar þig yfirsýn?

Hver hefur aðgang að gögnunum?
Er ég með óþarflega mikið af gagnamagni í Sharepoint?

Réttinda- og gagnamagnsskýrsla Sensa gefur öryggisstjórum, skjalastjórum og notendum yfirsýn yfir hvaða gögnum notendur hafa aðgang að ásamt þeim réttindum sem hefur verið úthlutað. 

 

Skýrslan gefur kerfisstjórum yfirlit yfir stærð skráa í Sharepoint til að skoða hvar plássfrek gögn eru vistuð. Þannig er hægt að halda kostnaði í skefjum.

Réttindi og aðgangur

 • Innsýn í aðgang starfsfólks að skjölum
  • Hver hefur aðgang að skjalinu / svæðinu?
  • Hvaða gögnum hefur viðkomandi starfsmaður aðgang að?
 • Yfirlit yfir þau skjöl sem hefur verið deilt með notanda
 • Styður starfsfólk sem þarf að standa skil á regluverk (Compliance)
 • Styður kerfisstjóra/öryggisstjóra við að meta aðgangsheimildir

Gagnamagn

 • Upplýsingar um stærð skráa í Sharepoint/Teams
 • Innsýn í útgáfusögu skjala
 • Hægt að nota skýrsluna til að draga mögulega úr kostnaði í Sharepoint storage með því að finna stór skjöl og margar útgáfur af sama skjalinu

Ávinningur

 • Ítarleg réttindagreining: 
  Yfirlit yfir samhengi réttinda og gagna sem eykur yfirsýn yfir aðgang starfsfólks og hópa að skjölum og svæðum.
 • Stærð gagnageymslu: 
  Sýnir skráarstærðir þ.á.m. stærð útgáfu skjala eins og t.d. þegar sama skjal er vistað oft af notendum (version control).
 • Sjálfvirkar skýrslur: 
  Býr til ítarlegar skýrslur um aðgangsréttindi og deili-hlekki notenda. Þetta fækkar músarsmellum í úttektum og gefur góða yfirsýn.
 • Sérsniðnar skýrslur: 
  Mögulegt að sérsníða skýrslur eftir þörfum, sem getur verið erfitt með innbyggðum tólum.
 • Afkastamikil samantekt gagna: 
  Skýrslan dregur saman upplýsingar úr öllu Sharepoint umhverfinu, af öllum svæðum sem annars tæki mikinn tíma að draga saman frá hverju svæði fyrir sig. 
 • Hagkvæmni: 
  Með því að skoða hvar mesta gagnamagnið er í Sharepoint er hægt að taka ákvarðanir sem eru til þess fallnar að draga úr kostnaði.
Brightvision-illustration-trophy

Sensa er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.

Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum. Til að standa undir slíkum lausnum er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Hjá Sensa starfa sérfræðingar sem vita nánast allt um tæknilegu hliðina á góðum samskiptum. Áhersla er lögð á að sníða og finna lausnir sem falla að þörfum hvers og eins.

Við bjóðum upp á framúrskarandi samvinnulausnir frá helstu framleiðendum heims, á borð við Cisco og Microsoft. Við erum sérfræðingar í uppsetningu og notkun þeirra. Hvort sem þig vantar fundabúnað, símkerfi, þjónustuver, skiptiborð eða sértækar lausnir eins og upptökukerfi þá erum við rétti samstarfsaðilinn. 

Góð samskipti og lausnir þeim tengdum hafa margsannað gildi sitt og höfum við hjá Sensa aðstoðað og starfað með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum í gegnum tíðina. 

Pace_Crayon_03

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.