Skip to content

Arctic Wolf öryggisþjónusta

Brightvision-illustration-shark

Fylgist þú með allan sólarhringinn?

Arctic Wolf býður upp á öfluga netöryggisvernd sem er sérsniðin að þörfum fyrirtækja.

Arctic Wolf rekur öfluga miðlæga öryggisvöktun (SOC) sem er mönnuð allan sólarhringinn. Fyrirtækið greinir öryggisógnir hratt og bregst við í rauntíma. Með því að nýta sér gagnagreiningu (e. machine learning) og flókna ferla við vinnslu atburða veitir Arctic Wolf yfirsýn sem þarf til að sjá heildarmyndina við öryggisógnir í rauntíma.

Öryggisþjónusta í öðru veldi

Arctic Wolf greinir öryggisógnir hratt og örugglega og bregst við  í rauntíma. Með því að nýta sér gagnagreiningu, vélanám (e. machine learning) og flókna ferla við vinnslu atburða veitir Arctic Wolf yfirsýn sem þarf til að sjá heildarmyndina við öryggisógn í rauntíma.

Teymi sérfræðinga bregst við raunverulegum atvikum sem skipta máli og greinir frá atvikum sem ekki þurfa sérstakt neyðarviðbragð. 

Þannig verndum við viðskiptavini okkar gegn háþróaðri viðvarandi ógn, og markvissum árásum.  

Arctic Wolf felur í sér samsetningu á tækni sem þróuð er af fyrirtækinu, innri og ytri áhættugreiningu og samþættingu við leiðandi öryggislausnir frá þriðja aðila.

Mönnun og vöktun

Það er mikil áskorun í dag að finna, ráða og halda starfsfólki með réttu sérþekkinguna til að sinna öryggiseftirliti.  

Arctic Wolf tekur á þessum þáttum með eftirfarandi þætti:  

Fyrir hverja?

Fyrirtæki og stofnanir sem meðhöndla og geyma viðkvæmar upplýsingar verða að huga að því að tryggja sig sem allra best.

Fæstir hafa tök á að fylgjast með og bregðast við öllum boðum sem koma úr mismunandi eftirlitskerfum. Til þess þarf mikinn mannskap sem fæstir hafa tök á.

Fyrirtæki eru bundin af því að uppfylla strangar reglugerðir um öryggi upplýsinga. Með tilkomu nýrra reglugerða eins og NIS2 og DORA þá býður kerfið upp á ýmsar tegundir af skýrslum sem nýtast við úttektir og fleira.

Viltu ráðgjöf?

Hikaðu ekki við að senda okkur línu eða taka upp símann, s. 425 1500

Sensa hafðu samband og fáðu ráðgjöf

Sensa ehf. notar vefkökur (e.cookies) m.a. til að bæta vefinn og aðlaga betur að þörfum notenda. Nánari upplýsingar hérna.