Argus öryggisþjónusta
mnemonic
Argus í sérfræðirekstri
Argus er öryggisþjónusta frá mnemonic sem samhæfir tækni til að verjast netglæpum. Sífelld þróun netglæpa gerir það að verkum að fá fyrirtæki eiga raunhæfa möguleika á að verjast.
Fyrirtæki og stofnanir geta lent í árásum og öryggisbrotum án þess að núverandi öryggisvarnir grípi inn í. Slíkt getur hafa átt sér stað í langan tíma án vitneskju með óljósum og órekjanlegum afleiðingum.
Með Argus öryggisþjónustu aðstoða sérfræðingar Sensa og mnemonic við að meta þessa áhættu, greina og bregðast við þannig að viðskiptavinir geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.
Öryggisþjónusta í öðru veldi
Argus lausnin frá mnemonic er sérhönnuð til að greina öryggisógnir hratt og örugglega og bregðast við í rauntíma. Með því að nýta sér gagnagreiningu, vélanám (e. machine learning) og flókna ferla við vinnslu atburða veitir Argus yfirsýn sem þarf til að sjá heildarmyndina við öryggisógn í rauntíma.
Teymi sérfræðinga á bakvið Argus bregst við raunverulegum atvikum sem skipta máli og greinir frá atvikum sem ekki þurfa sérstakt neyðarviðbragð.
Þannig verndum við viðskiptavini okkar gegn háþróaðri viðvarandi ógn, og markvissum árásum.
Argus felur í sér samsetningu tækni sem þróuð er af mnemonic, innri og ytri áhættugreiningu og samþættingu við leiðandi öryggislausnir frá þriðja aðila.
Argus er öflugur varnarvettvangur sem inniheldur meðal annars:
- Network Analysis and Protection
- Log Analysis
- Endpoint Response and Protection
- Vulnerability Management
- Argus Mail Query
- Argus Endpoint Responder
Argus tengist við miðlæga öryggisvöktun (SOC) sem er mönnuð allan sólahringinn.
Fólk, ferlar, tækni og gervigreind fylgjast stöðugt með ógnum og bregðast við.
„mnemonic“ er notað yfir leiðir til að leggja á minnið - ákveðin minnisaðferð.
Fyrir hverja er Argus?
Fyrirtæki og stofnanir sem meðhöndla og geyma viðkvæmar upplýsingar verða að huga að því að tryggja þau sem allra best.
Hvort sem um er að ræða persónugreinanleg gögn, trúnaðarupplýsingar eða rekstur viðkvæmra grunnkerfa þá eru fyrirtæki bundin af því að uppfylla strangar reglugerðir um öryggi upplýsinga,
Erfitt getur verið að fylgjast með, greina og bregðast við öllum boðum sem koma úr mismunandi eftirlitskerfum, nema með miklum mannskap sem fæstir hafa tök á.
Mönnun og vöktun
Það er mikil áskorun í dag að finna, ráða og halda starfsfólki með réttu sérþekkinguna til að sinna öryggiseftirliti.
Argus lausn mnemonic tekur á þessum þáttum með eftirfarandi þætti:
- Háþróað öryggiseftirlit sem er mannað af sérfræðingum mnemonic og Sensa 24/7
- Ítarleg og nákvæm greining á öryggisógnum í rauntíma
- Viðbragð þegar raunveruleg ógn er til staðar.
Hvað er mnemonic?
Sensa er gull samstarfsaðili norska fyrirtækisins mnemonic sem sérhæfir sig í net- og upplýsingaöryggi. mnemonic hefur byggt upp öryggisþjónustu á heimsmælikvarða sem heitir Argus Managed Defence.
Á bak við þessa þjónustu eru yfir 100 sérþjálfaðir öryggissérfræðingar að störfum við að þróa Argus lausnina og veita 24×7 öryggisþjónustu fyrir sína viðskiptavini.
Í samstarfi við mnemonic býður Sensa upp á MDR þjónustu (Managed Detection and Response). mnemonic er eini þjónustuveitandinn í Evrópu sem Gartner hefur mælt með fyrir MDR lausnir fimm ár í röð.