Sensa ehf.

Sjálfbærnimarkmið

Í maí sl. kom út sjálfbærniskýrsla Crayon samsteypunnar sem Sensa er hluti af, fyrir árið 2022. Eins og áður byggir hún á fjórum þáttum; fólk, plánetan, velmegun og stjórnarhættir. Undir hverjum þætti fyrir sig má finna metnaðarfull en samt sem áður raunhæf markmið sem stöðugt er verið að vinna í.

Fólkið:
Mikilvægasta auðlindin er starfsfólkið. Fjölbreytni (e. Diversity) er hátt skrifuð hjá Crayon enda hafa rannsóknir sýnt að teymi skipuð starfsfólki með ólíkan bakgrunn skila meiri arðsemi (https://www.mckinsey.com/capabilities/people-and-organizational-performance/our-insights/delivering-through-diversity).

Í lok þessa árs stefnir Crayon á að skrásetja fjölbreytni (e. Diversity), ekki bara kyn, og í kjölfarið setja sér markmið á heimsvísu. Þá er stefnt að því að hlutfall kvenna innan Crayon samsteypunnar verði 40% árið 2027.  

Hlutfall kvenna hjá Crayon.

Plánetan:
Okkur ber skylda til að finna leiðir til að minnka kolefnissporið okkar eins og hægt er. Á þessu ári stefnir Crayon að klára að uppfylla vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja (Science Based Targets Initiative) sem er samstarf nokkurra leiðandi alþjóðlegra aðila á sviði loftslagsmála. Fyrir árið 2030 er stefnt að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 40%.

Crayon flutti höfuðstöðvar sínar í Osló í nýtt og vistvænt húsnæði í nóvember í fyrra. Um er að ræða nýbyggingu sem uppfyllir meðal annars ISO 14001. Kolefnisspor húsnæðisins er um 50% minna en annarra sambærilegra bygginga. Hægt er að lesa nánar um húsnæðið hér: https://www.crayon.com/resources/news2/new-Crayon-headquarters/

 

Höfuðstöðvar Crayon í Osló.

Velmegun:
Við trúum á mátt tækninnar. Við aðstoðum viðskiptavini okkar í að hagræða, draga úr kostnaði og um leið tileinka sér það nýjasta í tækninni hverju sinni. Eitt af markmiðum Crayon samsteypunnar er að verða leiðandi í fjármálastarfsemi í skýinu (FinOps) fyrir 2025 og fyrir 2027 að vera orðinn leiðandi í sjálfbærum vörum- og þjónustu.

 

Stjórnarhættir:
Heiðarleiki er eitt af grunngildunum. Vitað er að ábyrgir stjórnarhættir gefa samkeppnisforskot sem endurspeglast í trausti. Fyrir lok þessa árs er markmið Crayon að koma á fót öryggis- og persónuverndar áætlun (Security and Privacy Partnership Program). Þá er áætlað, fyrir 2025, að siðareglur birgja (Supply Chain Integrity Partnership Program) taki gildi. 

 

Áhugasamir geta nálgast sjálfbærniskýrslu Crayon samsteypunnar hér: https://www.crayon.com/globalassets/global/investor-relations/reports-and-presentations/2022-presentations/crayon-group-holding-asa-esg-report-2022.pdf?

Exit mobile version