Site icon Sensa ehf.

Log4j2 veikleikinn

Php Programming Html Coding Cyberspace Concept

Sérfræðingar Sensa hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi Sensa og viðskiptavina frá því að Logj4 öryggisveikleikinn kom í ljós. 

Innviðir Sensa hafa verið skannaðir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. 

Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að öðrum kerfum, m.t.t. þessa veikleika, sem eru í eigin umsjá eða hjá öðrum þjónustuaðilum. Hér er þá átt við umhverfi sem eru ekki í rekstrarþjónustu hjá Sensa. Til dæmis kerfi eða hugbúnaður sem mögulega hefur samskipti út á internetið og keyrir Java hugbúnað. Leita skal upplýsinga til viðkomandi þjónustuaðila eða framleiðanda. 

Athugið að mikilvægt er að láta CERT-IS vita ef vart verður við innbrot í kerfi. 

Haldið verður áfram að næstu daga að skanna umhverfi viðskiptavina, fylgjast með tilkynningum frá birgjum, eftirlitsstofnunum og fréttum um veikleikann.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 425 1700, sendið tölvupóst á hjalp@sensa.is eða beint á þinn tengilið innan Sensa.

Exit mobile version